Enski boltinn

Liverpool bætist í baráttuna um Bruno Fernandes

Anton Ingi Leifsson skrifar
Bruno í leiknum gegn Sviss á miðvikudagskvöldið.
Bruno í leiknum gegn Sviss á miðvikudagskvöldið. vísir/getty
Portúgalskir miðlar greina frá því að Liverpool hefur bæst í baráttuna um miðjumanninn Bruno Fernandes sem leikur með Sporting Lisbon.

Manchester United og Manchester City voru talin áhugasöm um kappann sem og silfurliðið úr Meistaradeild Evrópu, Tottenham, en nú hefur Liverpool bæst við.

Bruno er talinn vilja reyna fyrir sér á Englandi en hann er 24 ára gamall miðjumaður. Hann gerði sér lítð fyrir og skoraði 20 mörk í 33 leikjum í portúgölsku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð sem er ansi gott sem miðjumaður.

Hann verður væntanlega í eldlínunni í kvöld er Portúgal mætir Hollandi í úrslitaleik Þjóðadeildarinnar en flautað verður til leiks klukkan 18.45. Leikurinn er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×