Enski boltinn

„Þreytandi að vera alltaf minntur á tapið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar“

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Rose í leik Englands og Sviss í gær.
Rose í leik Englands og Sviss í gær. vísir/getty

Danny Rose, leikmaður Tottenham, segir að það hafi verið þreytandi að kringum leikmenn Liverpool í enska landsliðshópnum undanfarna daga.

Rose var í liði Tottenham sem tapaði fyrir Liverpool, 0-2, í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu 1. júní síðastliðinn.

Rose var einn fjögurra leikmanna Tottenham í enska landsliðinu sem endaði í 3. sæti í úrslitum Þjóðadeildarinnar í Portúgal. Liverpool átti þrjá fulltrúa í enska hópnum.

„Á hverjum degi ertu minntur á að þú tapaðir úrslitaleiknum. Það var ný reynsla fyrir mig,“ sagði Rose sem var í byrjunarliði Englands sem vann Sviss í vítaspyrnukeppni í bronsleik Þjóðadeildarinnar í gær.

„Það er engin kvöð að spila fyrir landsliðið en það var svolítið þreytandi að vera með Liverpool-mönnunum eftir að hafa tapað úrslitaleiknum,“ bætti Rose við.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.