England tók bronsið eftir maraþon vítaspyrnukeppni | Sjáðu öll vítin

Anton Ingi Leifsson skrifar
England vann bronsið i Þjóðadeildinni eftir að liðið hafði betur gegn Sviss í vítaspyrnukeppni. Hetjan varð Jordan Pickford en hann varði síðustu vítaspyrnu leiksins.

Vítaspyrnukeppnina má sjá í heild sinni í sjónvarpsglugganum hér að ofan.

England var mun sterkari aðilinn í leiknum. Það byrjaði með færi Harry Kane eftir tæpar tvær mínútur en skot hans fór í slána. Eftir það gengu Englendingar á lagið.

Þeir sóttu og sóttu að marki Svis en Yan Sommer stóð vaktina vel í markinu. Ekki var mikill kraftur í Sviss en staðan var markalaus er liðin gengu til búningsherbergja.

Áfram héldu yfirburðir Englendinga í síðari hálfleik en sama var uppi á teningnum og í fyrri hálfleik; ekki vildi boltinn í netið. Staðan enn markalaus eftir venjulegan leiktíma.

Framlengingin bauð ekki upp á mikið og ekkert mark var skorað í henni en úrslitin réðust því í vítaspyrnukeppni. Þar reyndist Jordan Pickford hetjan en hann varði vítaspyrnu Josip Drmic.

Vítaspyrnukeppnin:

1-0 Harry Maguire skorar fyrir England

1-1 Steven Zuber skorar fyrir Sviss

2-1 Ross Barkley skorar fyrir England

2-2 Granit Xhaka skorar fyrir Sviss

3-2 Jadon Sancho skorar fyrir England

3-3 Manuel Akanji skorar fyrir Sviss

4-3 Raheem Sterling skorar fyrir England

4-4 Kevin Mbabu skorar fyrir Sviss

5-4 Jordan Pickford skorar fyrir England

5-5 Fabian Schär skorar fyrir Sviss

6-5 Eric Dier skorar fyrir England

6-5 Jordan Pickford ver frá Josip Drmic







Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira