Krefjast afsagnar dómsmálaráðherrans vegna uppljóstrana Kjartan Kjartansson skrifar 11. júní 2019 23:30 Sergio Moro dæmdi Lula fyrrverandi forseta í fangelsi árið 2017. Fyrr á þessu ári tók hann við embætti dómsmálaráðherra. Vísir/EPA Heitt er nú undir Sergio Moro, dómsmálaráðherra Brasilíu, eftir að upplýst var um skilaboð sem hann skiptist á við saksóknara í máli Luiz Inacio Lula da Silva fyrir tveimur árum. Eitt helsta dagblað landsins hefur kallað eftir afsagnar ráðherrans. Moro var dómarinn í spillingarmáli gegn Lula, fyrrverandi forseta Brasilíu, árið 2017. Ákærurnar á hendur Lula voru hluti af umfangsmiklu spillingar- og mútumáli sem hefur skekið Brasilíu undanfarin ár. Jair Bolsonaro, forseti, fékk Moro til að taka við embætti dómsmálaráðherra í byrjun þessa árs. Fréttasíðan The Intercept birti á hvítasunnudag skilaboð sem Moro og saksóknari í málinu skiptust á sem vekja upp spurningar um hlutleysi hans. Í skilaboðunum ráðlagði Moro saksóknaranum um hvernig hann ætti að haga málatilbúnaði sínum, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Lula var bannað að bjóða sig fram til forseta gegn Bolsonaro í fyrra vegna spillingardómsins. Verjendur Lula segja að skilaboðin renni stoðum undir málflutning þeirra um að Moro og saksóknararnir hafi lagst á eitt til að tryggja að Lula yrði sakfelldur fljótt og bannað að bjóða sig fram. Moro og saksóknarinn hafna því að nokkuð í skilaboðunum bendi til þess að þeir hafi gert nokkuð rangt. Hæstaréttardómarar segja aftur á móti að samráð Moro og saksóknaranna hafi verið skýrt brot á siðareglum og mögulega lögbrot. Estado de S. Paulo, eitt þriggja stærstu dagblaða Brasilíu og það íhaldssamasta, kallaði eftir afsögn Moro í leiðara í dag. Skilaboðin hafi verið óviðeigandi og mögulega ólögleg. The Intercept var stofnað af Glenn Greenwald, fyrrverandi blaðamanni The Guardian, sem upplýsti um umfangsmiklar persónunjósnir bandarísku þjóðaröryggisstofnunarinnar NSA. Miðillinn segist hafa fengið gríðarlegt magn gagna sem stolið var úr síma Moro og saksóknaranna. Von sé á frekari uppljóstrunum úr þeim á næstunni. Brasilía Tengdar fréttir Nýr ráðherra er afar umdeildur Jair Bolsonaro, sem tekur við embætti forseta Brasilíu á nýársdag, hefur talið dómarann Sergio Moro, sem þekktur er fyrir harða dóma í spillingarmálum, á að verða dómsmálaráðherra sinn. 2. nóvember 2018 09:00 Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Fleiri fréttir Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Sjá meira
Heitt er nú undir Sergio Moro, dómsmálaráðherra Brasilíu, eftir að upplýst var um skilaboð sem hann skiptist á við saksóknara í máli Luiz Inacio Lula da Silva fyrir tveimur árum. Eitt helsta dagblað landsins hefur kallað eftir afsagnar ráðherrans. Moro var dómarinn í spillingarmáli gegn Lula, fyrrverandi forseta Brasilíu, árið 2017. Ákærurnar á hendur Lula voru hluti af umfangsmiklu spillingar- og mútumáli sem hefur skekið Brasilíu undanfarin ár. Jair Bolsonaro, forseti, fékk Moro til að taka við embætti dómsmálaráðherra í byrjun þessa árs. Fréttasíðan The Intercept birti á hvítasunnudag skilaboð sem Moro og saksóknari í málinu skiptust á sem vekja upp spurningar um hlutleysi hans. Í skilaboðunum ráðlagði Moro saksóknaranum um hvernig hann ætti að haga málatilbúnaði sínum, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Lula var bannað að bjóða sig fram til forseta gegn Bolsonaro í fyrra vegna spillingardómsins. Verjendur Lula segja að skilaboðin renni stoðum undir málflutning þeirra um að Moro og saksóknararnir hafi lagst á eitt til að tryggja að Lula yrði sakfelldur fljótt og bannað að bjóða sig fram. Moro og saksóknarinn hafna því að nokkuð í skilaboðunum bendi til þess að þeir hafi gert nokkuð rangt. Hæstaréttardómarar segja aftur á móti að samráð Moro og saksóknaranna hafi verið skýrt brot á siðareglum og mögulega lögbrot. Estado de S. Paulo, eitt þriggja stærstu dagblaða Brasilíu og það íhaldssamasta, kallaði eftir afsögn Moro í leiðara í dag. Skilaboðin hafi verið óviðeigandi og mögulega ólögleg. The Intercept var stofnað af Glenn Greenwald, fyrrverandi blaðamanni The Guardian, sem upplýsti um umfangsmiklar persónunjósnir bandarísku þjóðaröryggisstofnunarinnar NSA. Miðillinn segist hafa fengið gríðarlegt magn gagna sem stolið var úr síma Moro og saksóknaranna. Von sé á frekari uppljóstrunum úr þeim á næstunni.
Brasilía Tengdar fréttir Nýr ráðherra er afar umdeildur Jair Bolsonaro, sem tekur við embætti forseta Brasilíu á nýársdag, hefur talið dómarann Sergio Moro, sem þekktur er fyrir harða dóma í spillingarmálum, á að verða dómsmálaráðherra sinn. 2. nóvember 2018 09:00 Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Fleiri fréttir Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Sjá meira
Nýr ráðherra er afar umdeildur Jair Bolsonaro, sem tekur við embætti forseta Brasilíu á nýársdag, hefur talið dómarann Sergio Moro, sem þekktur er fyrir harða dóma í spillingarmálum, á að verða dómsmálaráðherra sinn. 2. nóvember 2018 09:00