Erlent

Nýr ráðherra er afar umdeildur

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Sergio Moro verður dómsmálaráðherra í nýrri stjórn. Nordicphotos/AFP
Sergio Moro verður dómsmálaráðherra í nýrri stjórn. Nordicphotos/AFP Getty/Victor J. Blue/Blomberg
Jair Bolsonaro, sem tekur við embætti forseta Brasilíu á nýársdag, hefur talið dómarann Sergio Moro, sem þekktur er fyrir harða dóma í spillingarmálum, á að verða dómsmálaráðherra sinn. Um þetta tilkynntu mennirnir tveir á blaðamannafundi í gær við mikla hrifningu stuðningsmanna Bolsonaros en litla hrifningu stuðningsmanna Verkamannaflokksins.Moro er maðurinn sem sakfelldi Lula da Silva, fyrrverandi forseta, fyrir hönd Verkamannaflokksins, fyrir mútuþægni og peningaþvætti og kom þannig í veg fyrir að da Silva gæti boðið sig fram gegn Bolsonaro fyrr á árinu. Á þeim tíma mældist da Silva vinsælastur í skoðanakönnunum.„Alríkisdómarinn Sergio Moro samþykkti boð okkar um að stýra dómsmálaráðuneytinu. Afstaða hans gegn spillingu og skipulagðri glæpastarfsemi sem og virðing hans fyrir landslögum og stjórnarskránni mun verða okkur leiðarljós,“ tísti Bolsonaro.Tengd skjöl


Tengdar fréttir

Sagður sigra vegna spillingar vinstrisins

Jair Bolsonaro er kjörinn forseti Brasilíu. Hefur látið umdeild ummæli falla en Hannes Hólmsteinn Gissurarson segir fjölmiðla fjalla um málið af vanþekkingu. Bolsonaro hafi sigrað vegna spillingar Verkamannaflokksins.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.