Erlent

Áhrifavaldar nota vettvang kjarnorkuslyssins í sjálfsmyndatökur: „Hámark óvirðingarinnar“

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Höfundur sjónvarpsþáttanna Chernobyl fann sig knúinn til að skamma áhrifavalda fyrir virðingarleysi.
Höfundur sjónvarpsþáttanna Chernobyl fann sig knúinn til að skamma áhrifavalda fyrir virðingarleysi.
Hinir svokölluðu áhrifavaldar á Instagram eru í auknum mæli farnir að leggja leið sína á vettvang kjarnorkuslyssins í Tsjernobyl, ekki aðeins til að virða fyrir sér aðstæður heldur einnig til að stilla sér upp fyrir myndatöku ýmist með bros á vör eða í ögrandi stellingum.

Ferðaskrifstofa sem býður upp á ferðir til Tsjernobyl segir bókanir hafa aukist um 40% síðan samnefnd þáttaröð hóf göngu sína á HBO í maí. Þættirnir fjalla um kjarnorkuslysið í Tsjernobyl í Úkraínu, sem þá var hluti hinna föllnu Sovétríkjanna, sem varð til þess að gríðarmikið magn geislavirkra efna gaus út í andrúmsloftið.

Áhrifavaldarnir hafa verið harðlega gagnrýndir fyrir sjálfsmyndatökurnar. Framganga þeirra þykir afar ónærgætin í ljósi þeirra hörmunga sem dundu yfir íbúa svæðisins árið 1986.

Ætla má að Craig Mazin, höfundi þáttanna, hafi þótt nóg um því hann fann sig knúinn til að beina tilmælum til áhrifavaldanna.

„Ef heimsækir, gerðu það þá fyrir mig að muna að miklar hörmungar áttu sér stað þarna,“ skrifaði Mazin sem bætti við að aukinn ferðamannastraumur á svæðinu væri jákvæður en virðing við hina látnu yrði að vera í fyrirrúmi.

Netverjum virðist hafa blöskrað sérstaklega framganga ungrar konu sem stillti sér upp á svæðinu í spilliefnabúningi.

„Fólk lét lífið þarna með hræðilegum hætti – sýndu smá virðingu,“ segir einn netverjanna sem gagnrýndi uppátæki áhrifavaldsins. Þá skrifaði annar ummæli við ljósmyndina: „Hámark óvirðingarinnar“.

 
 
 
View this post on Instagram
-ph: @alkrud_ & @angelinaprotein . . . . -assistant: @d._kramer

A post shared by @ nz.nik on Jun 6, 2019 at 7:32am PDT


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×