Joðtöflur rjúka út eftir velgengni Tsjernóbílþáttanna Kjartan Kjartansson skrifar 11. júní 2019 22:52 Hjúpurinn yfir kjarnaofni fjögur í Tjsernóbíl sem sprakk nóttina örlagaríku árið 1986. Slysið er talið alvarlegasta kjarnorkuslys í sögunni. Vísir/EPA Sala á joðtöflum í Noregi hefur stóraukist eftir að þáttaröð um kjarnorkuslysið í Tsjernóbíl voru frumsýndir fyrir rúmum mánuði. Yfirmaður geislavarna þar segir þættina áminningu um að þó að líkurnar á stórslysi séu litlar þurfi fólk að vera búið undir það. Á þeim fimm vikum sem liðnar eru frá því að fyrsti þáttur raðarinnar „Tsjernóbíl“ var frumsýndur hafa 1.900 joðtöflur verið seldar í Noregi. Það eru tvöfalt fleiri töflur en seldar voru vikurnar fimm á undan, að því er segir í frétt norska ríkisútvarpsins NRK. Joð kemur í veg fyrir að skjaldkirtill fólks safni í sig geislavirku efni. Þáttaröðin nýtur mikilla vinsælda um þessar mundir. Hún segir frá atburðum þegar kjarnaofn sprakk í Tsjernóbíl-kjarnorkuverinu í Úkraínu, sem þá var hluti af Sovétríkjunum, aðfaranótt 26. apríl árið 1986. Astrid Liland, yfirmaður neyðarundirbúnings Geislavarna- og kjarnorkuöryggisstofnunar Noregs, segir þáttaröðina gefa glögga mynd af því sem gerðist. „Þáttaröðin minnir okkur á að hlutirnir geta farið alvarlega úrskeiðis. Þó að líkurnar á sambærilegum hamförum séu litlar verður fólk að vera undirbúið,“ segir Liland. Fjöldi kjarnorkuvera er í Evrópu. Ef til kjarnorkuslyss kæmi segir Liland nauðsynlegt að hafa joðtöflur til taks. Mælt sé með því að fólk yngra en fertugt, ófrískar konur og mæður með börn á brjósti eigi joðtöflur til öryggis. Hægt er að kaupa joðtöflur án lyfseðils í Noregi. Noregur Tsjernobyl Tengdar fréttir Skapari Tsjernóbíl vonar að áhorfendur taki þáttunum ekki sem heilögum sannleik "Það síðasta sem ég vildi segja við fólk er þetta: "Nú þegar þú hefur horft á þættina þá veistu sannleikann,“ Nei, þú veist hann ekki,“ segir Craig Mazin, skapari og aðalframleiðandi Tsjernóbíl-þáttanna vinsælu sem luku göngu sinni um helgina. 5. júní 2019 20:00 Ferðamönnum í Tsjernóbíl fjölgað um tugi prósenta eftir samnefnda þætti Ferðaskrifstofa sem býður upp á ferðir til Tsjernóbíl segir bókanir hafa aukist um 40% síðan samnefnd þáttaröð hóf göngu sína á HBO í maí. 4. júní 2019 19:08 Segir Íslendinga illa búna undir kjarnorkuhörmungar Ásta Guðrún Helgadóttir segir okkur mikla eftirbáta Norðmanna þegar kemur að viðbragðsáætlun við kjarnorkumengun af einhverju tagi. 3. júní 2019 22:11 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Innlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira
Sala á joðtöflum í Noregi hefur stóraukist eftir að þáttaröð um kjarnorkuslysið í Tsjernóbíl voru frumsýndir fyrir rúmum mánuði. Yfirmaður geislavarna þar segir þættina áminningu um að þó að líkurnar á stórslysi séu litlar þurfi fólk að vera búið undir það. Á þeim fimm vikum sem liðnar eru frá því að fyrsti þáttur raðarinnar „Tsjernóbíl“ var frumsýndur hafa 1.900 joðtöflur verið seldar í Noregi. Það eru tvöfalt fleiri töflur en seldar voru vikurnar fimm á undan, að því er segir í frétt norska ríkisútvarpsins NRK. Joð kemur í veg fyrir að skjaldkirtill fólks safni í sig geislavirku efni. Þáttaröðin nýtur mikilla vinsælda um þessar mundir. Hún segir frá atburðum þegar kjarnaofn sprakk í Tsjernóbíl-kjarnorkuverinu í Úkraínu, sem þá var hluti af Sovétríkjunum, aðfaranótt 26. apríl árið 1986. Astrid Liland, yfirmaður neyðarundirbúnings Geislavarna- og kjarnorkuöryggisstofnunar Noregs, segir þáttaröðina gefa glögga mynd af því sem gerðist. „Þáttaröðin minnir okkur á að hlutirnir geta farið alvarlega úrskeiðis. Þó að líkurnar á sambærilegum hamförum séu litlar verður fólk að vera undirbúið,“ segir Liland. Fjöldi kjarnorkuvera er í Evrópu. Ef til kjarnorkuslyss kæmi segir Liland nauðsynlegt að hafa joðtöflur til taks. Mælt sé með því að fólk yngra en fertugt, ófrískar konur og mæður með börn á brjósti eigi joðtöflur til öryggis. Hægt er að kaupa joðtöflur án lyfseðils í Noregi.
Noregur Tsjernobyl Tengdar fréttir Skapari Tsjernóbíl vonar að áhorfendur taki þáttunum ekki sem heilögum sannleik "Það síðasta sem ég vildi segja við fólk er þetta: "Nú þegar þú hefur horft á þættina þá veistu sannleikann,“ Nei, þú veist hann ekki,“ segir Craig Mazin, skapari og aðalframleiðandi Tsjernóbíl-þáttanna vinsælu sem luku göngu sinni um helgina. 5. júní 2019 20:00 Ferðamönnum í Tsjernóbíl fjölgað um tugi prósenta eftir samnefnda þætti Ferðaskrifstofa sem býður upp á ferðir til Tsjernóbíl segir bókanir hafa aukist um 40% síðan samnefnd þáttaröð hóf göngu sína á HBO í maí. 4. júní 2019 19:08 Segir Íslendinga illa búna undir kjarnorkuhörmungar Ásta Guðrún Helgadóttir segir okkur mikla eftirbáta Norðmanna þegar kemur að viðbragðsáætlun við kjarnorkumengun af einhverju tagi. 3. júní 2019 22:11 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Innlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira
Skapari Tsjernóbíl vonar að áhorfendur taki þáttunum ekki sem heilögum sannleik "Það síðasta sem ég vildi segja við fólk er þetta: "Nú þegar þú hefur horft á þættina þá veistu sannleikann,“ Nei, þú veist hann ekki,“ segir Craig Mazin, skapari og aðalframleiðandi Tsjernóbíl-þáttanna vinsælu sem luku göngu sinni um helgina. 5. júní 2019 20:00
Ferðamönnum í Tsjernóbíl fjölgað um tugi prósenta eftir samnefnda þætti Ferðaskrifstofa sem býður upp á ferðir til Tsjernóbíl segir bókanir hafa aukist um 40% síðan samnefnd þáttaröð hóf göngu sína á HBO í maí. 4. júní 2019 19:08
Segir Íslendinga illa búna undir kjarnorkuhörmungar Ásta Guðrún Helgadóttir segir okkur mikla eftirbáta Norðmanna þegar kemur að viðbragðsáætlun við kjarnorkumengun af einhverju tagi. 3. júní 2019 22:11