Rússar hyggjast framleiða eigin þætti um Tsjernobyl slysið Andri Eysteinsson skrifar 7. júní 2019 18:54 Kjarnorkuverið leit svona út í maí árið 1986. Getty/Wojtek Laski Rússneskir fjölmiðlar og ríkisstjórn Rússlands eru ósátt með umtalaða þætti Sky og HBO, Chernobyl, um kjarnorkuslysið í Tsjernobyl í Úkraínu 26. apríl 1986. Talið er að sjónvarpsstöðin NTV hugi nú að því að framleiða þætti um slysið sem sýna aðra hlið málsins. Hlið sem sýnir frá aðkomu útsendara óvinaþjóðar Sovétríkjanna í kjarnorkuverinu í Tsjernobyl. Sky greinir frá.Þeir sem ekki hafa horft á sjónvarpsþættina Chernobyl ættu að láta staðar numið hér Þættirnir fjalla um stærsta kjarnorkuslys sögunnar eftir að öryggisprófun fór úrskeiðis í einum af kjarnaofnum kjarnorkuversins í Tsjernobyl í Úkraínu, sem þá var hluti af Sovétríkjunum. Þá er sýnt frá tilraunum til að afstýra voveiflegum umhverfisáhrifum og rannsókn á tildrögum slyssins. Sýnt er frá vinnubrögðum stjórnvalda sem gera sitt besta til að gera lítið úr atburðinum og hylma yfir galla sem reyndust vera á kjarnakljúfum sovéskra kjarnorkuvera. Við þetta eru rússnesk stjórnvöld sögð ósátt og mun ríkisstjórnin hafa veitt fé til framleiðslu á rússneskum þáttum um Tsjernobyl slysið sem sína muni aðra hlið málsins. Leikstjóri þáttanna, Alexei Muradov, greindi frá því í viðtali við Moscow Times að söguþráðurinn snúi að samsæriskenningu um að bandarískir útsendarar hafi verið á staðnum í Tsjernobyl og hafi með einhverju móti unnið skemmdarverk sem olli sprengingunni 26. apríl 1986.Þættirnir Chernobyl voru sýndir á Stöð 2 en eru enn aðgengilegir á Frelsinu Bíó og sjónvarp Rússland Tsjernobyl Umhverfismál Úkraína Tengdar fréttir Skapari Tsjernóbíl vonar að áhorfendur taki þáttunum ekki sem heilögum sannleik "Það síðasta sem ég vildi segja við fólk er þetta: "Nú þegar þú hefur horft á þættina þá veistu sannleikann,“ Nei, þú veist hann ekki,“ segir Craig Mazin, skapari og aðalframleiðandi Tsjernóbíl-þáttanna vinsælu sem luku göngu sinni um helgina. 5. júní 2019 20:00 Mest lesið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Einar fékk meira hár en Baldur Lífið „Ég er sáttur við það dagsverk“ Menning „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ Lífið „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Lífið Glatkistunni lokað Menning Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Lífið Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Lífið Fleiri fréttir Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Rússneskir fjölmiðlar og ríkisstjórn Rússlands eru ósátt með umtalaða þætti Sky og HBO, Chernobyl, um kjarnorkuslysið í Tsjernobyl í Úkraínu 26. apríl 1986. Talið er að sjónvarpsstöðin NTV hugi nú að því að framleiða þætti um slysið sem sýna aðra hlið málsins. Hlið sem sýnir frá aðkomu útsendara óvinaþjóðar Sovétríkjanna í kjarnorkuverinu í Tsjernobyl. Sky greinir frá.Þeir sem ekki hafa horft á sjónvarpsþættina Chernobyl ættu að láta staðar numið hér Þættirnir fjalla um stærsta kjarnorkuslys sögunnar eftir að öryggisprófun fór úrskeiðis í einum af kjarnaofnum kjarnorkuversins í Tsjernobyl í Úkraínu, sem þá var hluti af Sovétríkjunum. Þá er sýnt frá tilraunum til að afstýra voveiflegum umhverfisáhrifum og rannsókn á tildrögum slyssins. Sýnt er frá vinnubrögðum stjórnvalda sem gera sitt besta til að gera lítið úr atburðinum og hylma yfir galla sem reyndust vera á kjarnakljúfum sovéskra kjarnorkuvera. Við þetta eru rússnesk stjórnvöld sögð ósátt og mun ríkisstjórnin hafa veitt fé til framleiðslu á rússneskum þáttum um Tsjernobyl slysið sem sína muni aðra hlið málsins. Leikstjóri þáttanna, Alexei Muradov, greindi frá því í viðtali við Moscow Times að söguþráðurinn snúi að samsæriskenningu um að bandarískir útsendarar hafi verið á staðnum í Tsjernobyl og hafi með einhverju móti unnið skemmdarverk sem olli sprengingunni 26. apríl 1986.Þættirnir Chernobyl voru sýndir á Stöð 2 en eru enn aðgengilegir á Frelsinu
Bíó og sjónvarp Rússland Tsjernobyl Umhverfismál Úkraína Tengdar fréttir Skapari Tsjernóbíl vonar að áhorfendur taki þáttunum ekki sem heilögum sannleik "Það síðasta sem ég vildi segja við fólk er þetta: "Nú þegar þú hefur horft á þættina þá veistu sannleikann,“ Nei, þú veist hann ekki,“ segir Craig Mazin, skapari og aðalframleiðandi Tsjernóbíl-þáttanna vinsælu sem luku göngu sinni um helgina. 5. júní 2019 20:00 Mest lesið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Einar fékk meira hár en Baldur Lífið „Ég er sáttur við það dagsverk“ Menning „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ Lífið „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Lífið Glatkistunni lokað Menning Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Lífið Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Lífið Fleiri fréttir Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Skapari Tsjernóbíl vonar að áhorfendur taki þáttunum ekki sem heilögum sannleik "Það síðasta sem ég vildi segja við fólk er þetta: "Nú þegar þú hefur horft á þættina þá veistu sannleikann,“ Nei, þú veist hann ekki,“ segir Craig Mazin, skapari og aðalframleiðandi Tsjernóbíl-þáttanna vinsælu sem luku göngu sinni um helgina. 5. júní 2019 20:00