Enski boltinn

Juventus hefur áhuga á Trippier

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Trippier spilaði úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í byrjun júnímánaðar
Trippier spilaði úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í byrjun júnímánaðar vísir/getty
Juventus hefur augastað á Kieran Trippier hjá Tottenham fari svo að Joao Cancelo gangi til liðs við Manchester City.

Ítölsku meistararnir telja sig fá betri leikmann í Trippier en þó munu þeir ekki gera tilboð í Trippier nema Cancelo fari til Englandsmeistaranna samkvæmt frétt The Times.

Samningaviðræður City og Juventus eru komnar langt á leið en þó eru enn einhver óleyst vandamál.

Trippier er 28 ára bakvörður en hann á þrjú ár eftir af samningi sínum hjá Tottenham. Hann er talinn kosta Juventus í kringum 30 milljónir punda.

Trippier hefur verið hjá Tottenham síðan 2015. Hann á 16 A-landsleiki að baki fyrir England, þar á meðal var hann lykilmaður í liðinu sem fór alla leið í undanúrslit á HM.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×