Erlent

Berjast við mikla kjarrelda við Arlanda-flugvöll

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Tvær þyrlur koma að slökkvistörfum.
Tvær þyrlur koma að slökkvistörfum. EPA/Erik Simander

Slökkvilið í Stokkhólmi berst nú við mikla kjarrelda í grennd við Arlanda alþjóðaflugvöllinn, helsta flugvöll Svíþjóðar. Talið er að eldar logi á um fimm hektara svæði en eldarnir hafa ekki haft teljandi áhrif á starfsemi á flugvellinum.

Í frétt SVT segir að tvær þyrlur komi að slökkvistörfum en alls koma slökkviliðsmenn frá fimm slökkvistöðum í Stokkhólmi og nágrenni að slökkvistörfum. Haft er eftir yfirmanni hjá slökkviliðinu í Stokkhólmi að það sé hans tilfinning að slökkviliðsmenn séu við það að ná tökum á kjarreldunum.

Tilkynning um kjarrelda barst um klukkan síðdegis í dag en töluverður reykur berst frá kjarreldunum. Sem fyrr segir loga eldarnir í grennd við Arlanda-flugvöll en haft er eftir talsmanni Swedavia að hvorki eldarnir né reykurinn hafi áhrif á flugumferð sem stendur. Fylgst sé þó náið með framvindu slökkvistarfa.

Í frétt SVT segir að eldarnir hafi breiðst hratt út en bæði er hvasst og jarðvegur þurr í grennd við flugvöllinn. Búist er við að slökkvistarf haldi áfram framm á kvöld.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.