Erlent

Sprengja fannst undir bíl lögreglumanns í Belfast

Andri Eysteinsson skrifar
Frá aðgerðum lögreglu fyrr á árinu þegar bílsprengja fannst í Derry
Frá aðgerðum lögreglu fyrr á árinu þegar bílsprengja fannst í Derry Getty/ Charles McQuillan

Lögreglan í höfuðborg Norður-Írlands, Belfast, hefur staðfest að grunsamlegur hlutur sem fannst undir bíl lögregluþjóns þar í borg sé sprengja ætluð til þess að ráða lögregluþjóninn af dögum.

Sprengjan fannst undir bíl lögregluþjónsins skömmu eftir hádegi í dag en það var haukfránn golfari sem kom auga á furðulegan hlut undir bílnum þar sem hann var lagður við golfvöll í borginni. Lögreglan var kölluð til og ákváðu að rýma klúbbhús golfvallarins en áætlað var að mót yrði haldið þar í dag.

Lögreglustjórinn Sean Wright sagði í samtali við Sky að sprengjan hafi augljóslega verið ætluð til þess að deyða lögreglumanninn og mikil mildi þyki að hún hafi fundist áður en hún sprakk.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.