Íslenski boltinn

Gary klárar tímabilið með ÍBV

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Eftir stutt stopp á Hlíðarenda er Gary genginn í raðir ÍBV.
Eftir stutt stopp á Hlíðarenda er Gary genginn í raðir ÍBV. vísir/vilhelm
Gary Martin hefur samið við ÍBV um að leika með liðinu tímabilið 2019. Greint var frá þessu á heimasíðu ÍBV í kvöld.

Gary gerði starfslokasamning við Val í síðasta mánuði eftir stutta en viðburðarríka dvöl á Hlíðarenda.

Gary má byrja að spila með ÍBV 1. júlí. Liðið vann sinn fyrsta deildarleik í kvöld er það bar sigurorð af ÍA, 3-2. ÍBV er í 10. sæti Pepsi Max-deildarinnar með fimm stig.

ÍBV er fimmta íslenska félagið sem Gary leikur fyrir. Auk Vals hefur hann leikið með ÍA, KR og Víkingi R. Hann varð einu sinni Íslandsmeistari og tvisvar sinnum bikarmeistari með KR.

Gary hefur skorað 45 mörk í 96 leikjum í efstu deild hér á landi.


Tengdar fréttir

Óli Jó neitaði að ræða Gary Martin eftir leik

Ólafur Jóhannesson þjálfari Vals var sáttur með sigur sinna manna gegn Fylki í kvöld. Óli tók það fram fyrir viðtal að hann vildi aðeins spurningar um leikinn í kvöld og vildi engar spurningar út í mál Gary Martin sem hefur vakið mikla athygli undanfarna daga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×