Enski boltinn

Stuðningsmenn Liverpool tóku yfir Madrid | Myndbönd

Anton Ingi Leifsson skrifar
Þessir voru í stuði.
Þessir voru í stuði. vísir/getty
Stuðningsmenn Liverpool voru í góðum gír í Madríd um helgina þar sem Liverpool varð Evrópumeistari í sjötta sinn eftir 2-0 sigur á Tottenham í úrslitaleik Meistaradeildarinnar.

Eins og venjan er voru margir sem fylgdu Liverpool-liðinu í leikinn og ekki voru allir með miða sem ferðuðust til spænsku höfuðborgarinnar.

Það skemmdi þó ekki stemninguna en stuðningsmenn Liverpool tóku yfir Plaza Felipe II torgið þar sem söngvar byrjuðu að óma löngu fyrir leik. Brot af því má sjá hér.



Jamie Webster er kominn í guðatölu hjá stuðningsmönnum eftir lag sem hann samdi um Liverpool en lagið er nú eitt af því vinsælla sem sungið er á pöllunum.



Það verður gleði væntanlega eitthvað fram á sumar í Liverpool borg, að minnsta kosti hjá rauða hluta Bítlaborgarinnar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×