Viðbrögð varamanna Liverpool í leikslok í Madrid sýndu hvað Klopp hefur búið til Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. júní 2019 16:00 Alex Oxlade-Chamberlain og Rhian Brewster fagna með bikarinn en þeir fengu ekkert að spila í Meistaradeildinni á tímabilinu. Getty/Harriet Lander Allir leikmenn Liverpool geisluðu að gleði í lok úrslitaleiks Meistaradeildarinnar og þá skipti engu máli þótt þeir höfðu ekki spilað í eina sekúndu í leiknum. Þetta vakti sérstaka athygli blaðamanns á Telegraph. Liverpool vann Meistaradeildina á laugardagskvöldið og í leik sem slíkum er erfitt að sætta sig við að dúsa á varamannabekknum og fá jafnvel ekkert að koma við sögu í mögulega stærsta leik ferilsins. Í hlaðvarpsþætti Telegraph voru tekin sérstaklega fyrir viðbrögð alls leikmannahópsins hjá Liverpool liðinu þegar titilinn var í höfn. Aðeins fjórtán þeirra komu við sögu í leiknum, byrjunarliðsmennirnir og varamennirnir Divock Origi, James Milner og Joe Gomez. Jim White á Telegraph tók eins og fleiri vel eftir innilegum og miklum fagnaðarlátum varamanna Liverpool í leikslok. Stór nöfn eins og þeir Dejan Lovren, Adam Lallana, Alex Oxlade-Chamberlain, Xherdan Shaqiri og Daniel Sturridge fengu ekki mínútu í þessum úrslitaleik en fáir voru samt kátari en þeir í leikslok.Telegraph AFC podcast: Jurgen Klopp has transformed Liverpool since his arrival, @jimw1 thinks it's down to the squad mentality he has fostered #LFC Listen to a new episode here: https://t.co/a468h8fyT7pic.twitter.com/GvMQxOJYQI — Telegraph Football (@TeleFootball) June 4, 2019Jim White er á því að þetta sýni hversu frábæran liðsanda og samkennd Jürgen Klopp hefur tekist að búa til á Anfield. Það er mikil samkeppni um sæti í liðinu og fyrrnefndir leikmenn hafa verið mikið út í kuldanum. Þeir fögnuðu samt í leikslok eins og þeir höfðu sjálfir skorað sigurmarkið í úrslitaleiknum. Þetta var risastór stund fyrir allt Liverpool liðið og það sást vel í viðbrögðum varamannanna. „Það sem var áhrifamikið í lok leiksins voru viðbrögð leikmannanna sem fengu ekki að spila. Leikmenn eins og Oxlade-Chamberlain eða Lallana voru að fagna með hinum af miklum ákafa og eldmóði án þess að hafa fengið að sparka einu sinni í boltann í leiknum. Það sýndi mér hvernig hugarfar Klopp hefur tekist að búa til innan liðsins,“ sagði Jim White. „Klopp tók við þessu liði fyrir fjórum árum þar sem eigingirni og meðalmennska var ríkjandi og er nú búinn að gera liðið að Evrópumeisturum,“ sagði Jim White. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Fótbolti San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Fótbolti Fleiri fréttir Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Sjá meira
Allir leikmenn Liverpool geisluðu að gleði í lok úrslitaleiks Meistaradeildarinnar og þá skipti engu máli þótt þeir höfðu ekki spilað í eina sekúndu í leiknum. Þetta vakti sérstaka athygli blaðamanns á Telegraph. Liverpool vann Meistaradeildina á laugardagskvöldið og í leik sem slíkum er erfitt að sætta sig við að dúsa á varamannabekknum og fá jafnvel ekkert að koma við sögu í mögulega stærsta leik ferilsins. Í hlaðvarpsþætti Telegraph voru tekin sérstaklega fyrir viðbrögð alls leikmannahópsins hjá Liverpool liðinu þegar titilinn var í höfn. Aðeins fjórtán þeirra komu við sögu í leiknum, byrjunarliðsmennirnir og varamennirnir Divock Origi, James Milner og Joe Gomez. Jim White á Telegraph tók eins og fleiri vel eftir innilegum og miklum fagnaðarlátum varamanna Liverpool í leikslok. Stór nöfn eins og þeir Dejan Lovren, Adam Lallana, Alex Oxlade-Chamberlain, Xherdan Shaqiri og Daniel Sturridge fengu ekki mínútu í þessum úrslitaleik en fáir voru samt kátari en þeir í leikslok.Telegraph AFC podcast: Jurgen Klopp has transformed Liverpool since his arrival, @jimw1 thinks it's down to the squad mentality he has fostered #LFC Listen to a new episode here: https://t.co/a468h8fyT7pic.twitter.com/GvMQxOJYQI — Telegraph Football (@TeleFootball) June 4, 2019Jim White er á því að þetta sýni hversu frábæran liðsanda og samkennd Jürgen Klopp hefur tekist að búa til á Anfield. Það er mikil samkeppni um sæti í liðinu og fyrrnefndir leikmenn hafa verið mikið út í kuldanum. Þeir fögnuðu samt í leikslok eins og þeir höfðu sjálfir skorað sigurmarkið í úrslitaleiknum. Þetta var risastór stund fyrir allt Liverpool liðið og það sást vel í viðbrögðum varamannanna. „Það sem var áhrifamikið í lok leiksins voru viðbrögð leikmannanna sem fengu ekki að spila. Leikmenn eins og Oxlade-Chamberlain eða Lallana voru að fagna með hinum af miklum ákafa og eldmóði án þess að hafa fengið að sparka einu sinni í boltann í leiknum. Það sýndi mér hvernig hugarfar Klopp hefur tekist að búa til innan liðsins,“ sagði Jim White. „Klopp tók við þessu liði fyrir fjórum árum þar sem eigingirni og meðalmennska var ríkjandi og er nú búinn að gera liðið að Evrópumeisturum,“ sagði Jim White.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Fótbolti San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Fótbolti Fleiri fréttir Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Sjá meira