Fótbolti

Evrópumeistararnir Van Dijk og Wijnaldum fengu alvöru móttökur á hollenska hótelinu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Virgil van Dijk og Georginio Wijnaldum í flugvélinni á leiðinni til Liverpool frá Madrid.
Virgil van Dijk og Georginio Wijnaldum í flugvélinni á leiðinni til Liverpool frá Madrid. Getty/Andrew Powell
Það skammt á milli stórra högga á milli hjá lykilmönnum Liverpool sem eru nú mættir til Portúgals þar sem fara fram úrslit fyrstu Þjóðadeildar Evrópu.

Hollendingarnir Virgil van Dijk og Georginio Wijnaldum fá ekki langan tíma til að ná sér niður á jörðina eftir sigur Liverpool í Meistaradeildinni.

Hollenska landsliðið er komið saman og þeir félagar geta unnið annan titil á rúmri einni viku eftir aðeins nokkra daga.

Fyrst þarf hollenska landsliðið þó að vinna England í undanúrslitunum til þess að tryggja sér sæti í úrslitaleik Þjóðadeildarinnar. Leikurinn fer fram í Guimarães norðarlega í Portúgal.

Wijnaldum og Van Dijk fengu aðeins lengri tíma en aðrir leikmenn í hollenska hópnum en komu til móts við liðið í gærkvöldi. Þeir geta ekki kvartað mikið yfir þeim móttökum sem þeir fengu frá liðsfélögum sínum. Það má sjá þær hér fyrir neðan.





Undanúrslit fyrstu Þjóðadeildarinnar fara fram á morgun og á fimmtudagskvöld og  eru allir leikir úrslitanna í beinni á Stöð 2 Sport.

Á morgun fer fram leikur Portúgals og Sviss og hefst hann klukkan 18.45. Á sama tíma á fimmtudagskvöldinu spila síðan Holland og England.

Wijnaldum og Van Dijk mæta þar einmitt nokkrum félögum sínum úr Liverpool sem spila með enska landsliðinu.  Jordan Henderson, Trent Alexander-Arnold og Joe Gomez eru allir í enska hópnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×