Trump lofaði May viðskiptasamningi eftir Brexit Kjartan Kjartansson skrifar 4. júní 2019 11:16 May og Trump við Downingstræti 10 í morgun. Vísir/EPA Theresa May, fráfarandi forsætisráðherra Bretlands, fundaði með Donald Trump Bandaríkjaforseta á öðrum degi opinberrar heimsóknar hans á Bretlandi. Þar lofaði Trump Bretum viðamiklum viðskiptasamningi þegar þeir ganga úr Evrópusambandinu. „Við munum gera mjög, mjög viðamikinn viðskiptasamning, það verður mjög sanngjarn samningur og ég held að það sé eitthvað sem við viljum bæði gera,“ sagði Trump við May. Kátínu vakti þegar Trump lagði til að May yrði um kyrrt og gengi frá samningnum með honum. May ætlar að segja af sér sem leiðtogi Íhaldsflokksins á föstudag en gegna embætti forsætisráðherra áfram þar til nýr leiðtogi hefur verið valinn. May sagði að Bretland og Bandaríkin ættu að vinna saman að því að halda mörkuðum frjálsum, sanngjörnum og opnum, að því er segir í frétt Reuters.Trump-loftbelginn ber við Westminsterhöll.Vísir/EPATrump hitti konungsfjölskylduna í gær en í dag er búist við að hann hitti fleiri breska stjórnmálaleiðtoga, þar á meðal frambjóðendur í leiðtogavali Íhaldsflokksins. Boðað hefur verið til áframhaldandi mótmæla gegn Trump víða um Bretland í dag. Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, ætlar að taka þátt í þeim í London. Loftbelgur í líki Trump sem smábarns í fýlukasti var sendur á loft við þinghúsið. „Við erum að reyna að minna forsetann á hversu óvelkominn hann er í þessu landi. Donald Trump er barnalegur, ómerkilegur, móðgandi. Hann er holdgervingur alls þessa. Þetta er ótrúlega viðeigandi leið til að bjóða hann velkominn,“ segir Leo Murray, einn þeirra sem gerði loftbelginn. Bandaríkin Bretland Brexit Donald Trump Tengdar fréttir Snæðir kvöldverð með drottningunni Opinber heimsókn Donalds Trump Bandaríkjaforseta og Melaniu Trump forsetafrúar til Bretlands hefur verið efst á baugi breskra fjölmiðla í allan dag. 3. júní 2019 18:30 Komu Trump til Bretlands mótmælt í stærstu borgum landsins Donald Trump Bandaríkjaforseti kom í gær í opinbera heimsókn til Bretlands ásamt Melaniu eiginkonu sinni. Þau heimsóttu meðal annars Buckingham höll þar sem þau hittu meðal annars Elísabetu drottningu. 4. júní 2019 07:15 Bandaríkjaforseti jós auri yfir gestgjafa sinn í flugvélinni Trump tísti tvisvar um Sadiq Khan, borgarstjóra London, rétt áður en forsetaflugvélin lenti á Bretlandi í morgun. 3. júní 2019 08:59 Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Fleiri fréttir Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Sjá meira
Theresa May, fráfarandi forsætisráðherra Bretlands, fundaði með Donald Trump Bandaríkjaforseta á öðrum degi opinberrar heimsóknar hans á Bretlandi. Þar lofaði Trump Bretum viðamiklum viðskiptasamningi þegar þeir ganga úr Evrópusambandinu. „Við munum gera mjög, mjög viðamikinn viðskiptasamning, það verður mjög sanngjarn samningur og ég held að það sé eitthvað sem við viljum bæði gera,“ sagði Trump við May. Kátínu vakti þegar Trump lagði til að May yrði um kyrrt og gengi frá samningnum með honum. May ætlar að segja af sér sem leiðtogi Íhaldsflokksins á föstudag en gegna embætti forsætisráðherra áfram þar til nýr leiðtogi hefur verið valinn. May sagði að Bretland og Bandaríkin ættu að vinna saman að því að halda mörkuðum frjálsum, sanngjörnum og opnum, að því er segir í frétt Reuters.Trump-loftbelginn ber við Westminsterhöll.Vísir/EPATrump hitti konungsfjölskylduna í gær en í dag er búist við að hann hitti fleiri breska stjórnmálaleiðtoga, þar á meðal frambjóðendur í leiðtogavali Íhaldsflokksins. Boðað hefur verið til áframhaldandi mótmæla gegn Trump víða um Bretland í dag. Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, ætlar að taka þátt í þeim í London. Loftbelgur í líki Trump sem smábarns í fýlukasti var sendur á loft við þinghúsið. „Við erum að reyna að minna forsetann á hversu óvelkominn hann er í þessu landi. Donald Trump er barnalegur, ómerkilegur, móðgandi. Hann er holdgervingur alls þessa. Þetta er ótrúlega viðeigandi leið til að bjóða hann velkominn,“ segir Leo Murray, einn þeirra sem gerði loftbelginn.
Bandaríkin Bretland Brexit Donald Trump Tengdar fréttir Snæðir kvöldverð með drottningunni Opinber heimsókn Donalds Trump Bandaríkjaforseta og Melaniu Trump forsetafrúar til Bretlands hefur verið efst á baugi breskra fjölmiðla í allan dag. 3. júní 2019 18:30 Komu Trump til Bretlands mótmælt í stærstu borgum landsins Donald Trump Bandaríkjaforseti kom í gær í opinbera heimsókn til Bretlands ásamt Melaniu eiginkonu sinni. Þau heimsóttu meðal annars Buckingham höll þar sem þau hittu meðal annars Elísabetu drottningu. 4. júní 2019 07:15 Bandaríkjaforseti jós auri yfir gestgjafa sinn í flugvélinni Trump tísti tvisvar um Sadiq Khan, borgarstjóra London, rétt áður en forsetaflugvélin lenti á Bretlandi í morgun. 3. júní 2019 08:59 Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Fleiri fréttir Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Sjá meira
Snæðir kvöldverð með drottningunni Opinber heimsókn Donalds Trump Bandaríkjaforseta og Melaniu Trump forsetafrúar til Bretlands hefur verið efst á baugi breskra fjölmiðla í allan dag. 3. júní 2019 18:30
Komu Trump til Bretlands mótmælt í stærstu borgum landsins Donald Trump Bandaríkjaforseti kom í gær í opinbera heimsókn til Bretlands ásamt Melaniu eiginkonu sinni. Þau heimsóttu meðal annars Buckingham höll þar sem þau hittu meðal annars Elísabetu drottningu. 4. júní 2019 07:15
Bandaríkjaforseti jós auri yfir gestgjafa sinn í flugvélinni Trump tísti tvisvar um Sadiq Khan, borgarstjóra London, rétt áður en forsetaflugvélin lenti á Bretlandi í morgun. 3. júní 2019 08:59
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent