Erlent

Býst við samningi um innflytjendur áður en tollar taka gildi

Kjartan Kjartansson skrifar
López Obrador, forseti Mexíkó.
López Obrador, forseti Mexíkó. Vísir/EPA

Forseti Mexíkó segist búast við því að samkomulag náist við Bandaríkin um innflytjendamál áður en refsitollar á mexíkóskar vörur sem Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur hótað taka gildi í næstu viku.

Trump boðaði tollana til að neyða mexíkósk stjórnvöld til að koma í veg fyrir að fólk frá Mið-Ameríku reyni að komast yfir landamærin að Bandaríkjunum. Tollarnir eiga að taka gildi 10. júní og ná til allra mexíkóskra var sem fluttar eru inn til Bandaríkjanna. Í fyrstu umferð yrði 5% tollur lagður á mexíkóskar vörur en hann yrði síðan hækkaður þar sem mexíkósk stjórnvöld gæfu eftir Trump.

Andrés Manuel López Obrador, forseti Mexíkó, segir að ríkisstjórn hans sé með tillögu í smíðum sem hún ætli að kynna bandarískum embættismönnum á fundi í Washington-borg á morgun, að sögn Reuters-fréttastofunnar.

„Ég held að fundurinn á morgun verði mikilvægur og að samningur náist fyrir 10. júní,“ sagði López Obrador í dag.

Washington Post segir aftur á móti frá áhyggjum þingmanna Repúblikanaflokks Trump af tollunum. Einhverjir þeirra eru sagðir byrjaðir að ræða hvort að þingið þurfi að grípa inn í og koma í veg fyrir að tollarnir taki gildi. Þingmennirnir telja að tollar á mexíkóskar vörur jafngiltu skattahækkun á bandarísk fyrirtæki og neytendur.


Tengdar fréttir

Trump full alvara með toll á Mexíkó

Mick Mulvaney, starfsmannastjóri Hvíta hússins, segir að hugmyndir Donalds Trump um tolla á innfluttar vörur frá Mexíkó fúlustu alvöru.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.