Erlent

Leggur inn­flutnings­tolla á mexí­kóskar vörur vegna inn­flytj­enda

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna.
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. EPA/KEVIN DIETSCH
Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur ákveðið að setja innflutningstolla á allar vörur sem koma frá Mexíkó, og er þetta liður í tilraunum hans til að stemma stigu við straumi innflytjenda til Bandaríkjanna frá Mexíkó.

Á Twitter síðu sinni segir hann að frá og með tíunda júní verði fimm prósenta flatur tollur settur á allar mexíkóskar vörur og á hann að vera í gildi uns ólöglegir innflytjendur hætta að koma inn í landið.





Helsti erindreki Mexíkó í Bandaríkjunum, Jesus Seade, segir að slíkir tollar muni hafa hræðilegar afleiðingar fyrir mexíkóskt efnahagslíf. Mexíkó er stórframleiðandi á landbúnaðarvörum sem fluttar eru yfir landamærin en einnig afkastamikill framleiðandi fyrir fjölmörg bandarísk stórfyrirtæki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×