Hlutfall koltvísýrings í andrúmslofti aldrei hærra Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 4. júní 2019 17:45 Loftgæðamælingastöð NOAA í Mauna Loa á Hawaii. getty/Jonathan Kingston Magn koltvísýrings í andrúmsloftinu heldur áfram að aukast með miklum hraða en meðaltal þess var í maí mánuði mældist 414,7 ppm í loftgæðamælingastöð Mauna Loa á Hawaii. Frá þessu er greint á heimasíðu NOAA (National Oceanic and Atmospheric Administration). Þetta er hæsta hlutfall koltvísýrings sem mælst hefur í þau 61 ár sem mælingar hafa farið fram á tindi hæsta eldfjalls Hawaii og sjöunda árið í röð sem greinileg og hröð aukning efnisins mælist í andrúmsloftinu. Hlutfall koltvísýrings hækkaði um 3,5 ppm á milli maí mánaðar 2018 og 2019 en í maí 2018 var það 411,2 ppm. Þetta er næsthæsta hækkun milli ára sem mælst hefur. Ppm stendur fyrir „parts per million“ en styrkur koltvísýrings er mældur í milljónustu hlutum og þýðir 414,7 ppm að af hverjum milljón loftsameindum eru 414,7 koltvísýringssameindir. Mánaðarlegt meðaltal koltvísýrings á Mauna Loa náði fyrst 400 ppm þröskuldinum árið 2014. „Það er mjög mikilvægt að eiga þessar nákvæmu, langtíma mælingar koltvísýrings til að geta skilið hversu hratt jarðefnaeldsneytismengun er að breyta loftslagi okkar,“ sagði Pieter Tans, háttsettur vísindamaður við alþjóða mælingadeild NOAA. Hlutfall koltvísýrings í andrúmsloftinu hækkar frá ári til árs og hlutfallsleg hækkun þess hækkar meira á hverju ári. Á fyrstu árum Mauna Loa stöðvarinnar mældist meðal hækkunin á hverju ári um 0,7 ppm, á níunda áratugnum var árleg hækkun 1,6 ppm og á þeim tíunda 1,5 ppm. Síðasta áratug hefur hækkunin verið um 2,2 ppm á ári. Allt bendir til þess að þessi aukning sé vegna aukinnar losunar, sagði Tans. Bandaríkin Loftslagsmál Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Gular viðvaranir í dag en hiti að 27 stigum á morgun Veður Fleiri fréttir Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Sjá meira
Magn koltvísýrings í andrúmsloftinu heldur áfram að aukast með miklum hraða en meðaltal þess var í maí mánuði mældist 414,7 ppm í loftgæðamælingastöð Mauna Loa á Hawaii. Frá þessu er greint á heimasíðu NOAA (National Oceanic and Atmospheric Administration). Þetta er hæsta hlutfall koltvísýrings sem mælst hefur í þau 61 ár sem mælingar hafa farið fram á tindi hæsta eldfjalls Hawaii og sjöunda árið í röð sem greinileg og hröð aukning efnisins mælist í andrúmsloftinu. Hlutfall koltvísýrings hækkaði um 3,5 ppm á milli maí mánaðar 2018 og 2019 en í maí 2018 var það 411,2 ppm. Þetta er næsthæsta hækkun milli ára sem mælst hefur. Ppm stendur fyrir „parts per million“ en styrkur koltvísýrings er mældur í milljónustu hlutum og þýðir 414,7 ppm að af hverjum milljón loftsameindum eru 414,7 koltvísýringssameindir. Mánaðarlegt meðaltal koltvísýrings á Mauna Loa náði fyrst 400 ppm þröskuldinum árið 2014. „Það er mjög mikilvægt að eiga þessar nákvæmu, langtíma mælingar koltvísýrings til að geta skilið hversu hratt jarðefnaeldsneytismengun er að breyta loftslagi okkar,“ sagði Pieter Tans, háttsettur vísindamaður við alþjóða mælingadeild NOAA. Hlutfall koltvísýrings í andrúmsloftinu hækkar frá ári til árs og hlutfallsleg hækkun þess hækkar meira á hverju ári. Á fyrstu árum Mauna Loa stöðvarinnar mældist meðal hækkunin á hverju ári um 0,7 ppm, á níunda áratugnum var árleg hækkun 1,6 ppm og á þeim tíunda 1,5 ppm. Síðasta áratug hefur hækkunin verið um 2,2 ppm á ári. Allt bendir til þess að þessi aukning sé vegna aukinnar losunar, sagði Tans.
Bandaríkin Loftslagsmál Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Gular viðvaranir í dag en hiti að 27 stigum á morgun Veður Fleiri fréttir Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Sjá meira