Björgvin dæmdur í fimm leikja bann Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. júní 2019 14:44 Björgvin Stefánsson. Fréttablaðið/Sigtryggur Björgvin Stefánsson missir af næstu fimm leikjum með KR í Pepsi Max deildinni í fótbolta en Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ kvað í dag upp úrskurð sinn í máli KSÍ gegn Björgvini Stefánssyni vegna ummæla sem hann lét falla sem lýsandi í leik Hauka og Þrótta í Inkasso deild karla. Björgvin er dæmdur í þetta bann fyrir notkun rasískra ummæla. Björgvin var fljótur að bregðast við með því að biðjast afsökunar sama kvöld og Knattspyrnudeild Hauka sendi líka strax frá sér yfirlýsingu. Hann sleppur hins vegar ekki við langt bann. Refsingin bitnar bæði á KR og Haukum. KR missir framherja sinn í fimm leiki en Haukarnir þurfa að borga hundrað þúsund krónur í sekt. Björgvin sjálfur er líka í banni hjá báðum félögum. Hann má ekki spila með Haukum og má ekki koma á Ásvelli á meðan hann tekur út bannið með KR.„Stutt í villimannseðlið“ „Þetta er það sem ég er alltaf að segja. Það er svo stutt í villimannseðlið hjá svarta manninum,“ sagði Björgvin Stefánsson í lýsingunni á Haukar TV en svarti maðurinn sem hann talaði um er Archie Nkumu, leikmann Þróttar. Sindri Hjartarson vakti athygli á ummælunum á Twitter. Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ tók málið fyrir þann 28. maí þar sem ákveðið var að gefa Björgvini og forsvarsmönnum knattspyrnudeilda KR og Hauka kost á að koma á framfæri sjónarmiðum sínum í málinu. Frestur var veittur fram á hádegi 3. júní til að skila athugasemdum og andmælum. Gögn bárust frá Knattspyrnudeild KR og Knattspyrnudeild Hauka.Missir af sex leikjum Aga- og úrskurðarnefnd tók síðan málið fyrir á fundi þriðjudaginn 4. júní og kvað upp neðangreindan úrskurð á fundi sínum fimmtudaginn 6. júní. „Björgvin Stefánsson skal sæta leikbanni í fimm leiki í keppnum á vegum KSÍ og tekur bannið gildi nú þegar. Auk þess sætir Björgvin banni frá leikvelli Hauka á Ásvöllum á meðan leikbannið varir. Knattspyrnudeild Hauka skal sæta sekt að upphæð kr. 100.000 til KSÍ.“ Næstu fimm deildarleikir KR eru á móti ÍA á útivelli, Val á heimavelli, FH á útivelli, Breiðabliki á heimavelli og ÍBV á útivelli. Björgvin tekur auk þess út leikbann í bikarleik á móti Njarðvík vegna tveggja gulra spjalda.Hér má sjá allan úrskurðinn. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Úrskurða í máli Björgvins í dag Aganefnd KSÍ mun í dag tilkynna hvort Björgvin Stefánsson, framherji KR, fari í leikbann fyrir rasísk ummæli sem hann lét falla við að lýsa leik Hauka og Þróttar á dögunum. Björgvin var í gær dæmdur í eins leiks bann í Mjólkurbikarnum vegna tveggja gulra spjalda og missir hann því af leik KR og Njarðvíkur í bikarnum. 5. júní 2019 07:30 KSÍ hefur ekki óskað eftir gögnum frá Haukum í máli Björgvins Enn dregst á langinn að dæma í máli Björgvins Stefánssonar 5. júní 2019 12:42 Aganefnd ekki búin að úrskurða í máli Björgvins Aganefnd KSÍ kom saman í dag, eins og venja er að hún geri á þriðjudögum, en athygli vekur að hún hefur ekki úrskurðað í máli Björgvins Stefánssonar. 28. maí 2019 17:19 Björgvin dæmdur í eins leiks bann KR-ingurinn Björgvin Stefánsson var í dag dæmdur í eins leiks bann af aganefnd Knattspyrnusambands Íslands. 4. júní 2019 17:06 Engin niðurstaða í máli Björgvins í dag Til stóð að aga- og úrskurðarnefnd KSÍ myndi úrskurða í máli KR-ingsins Björgvins Stefánssonar í dag en af því verður ekki. 5. júní 2019 11:30 Segir Björgvin hafa fengið ómannúðlega meðferð: „Þetta gengur ekki og það hljóta allir að sjá“ Sindri Sverrisson sendir aganefnd KSÍ tóninn í dag. 6. júní 2019 09:45 Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Isak utan vallar en þó í forgrunni Enski boltinn Fleiri fréttir Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Sjá meira
Björgvin Stefánsson missir af næstu fimm leikjum með KR í Pepsi Max deildinni í fótbolta en Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ kvað í dag upp úrskurð sinn í máli KSÍ gegn Björgvini Stefánssyni vegna ummæla sem hann lét falla sem lýsandi í leik Hauka og Þrótta í Inkasso deild karla. Björgvin er dæmdur í þetta bann fyrir notkun rasískra ummæla. Björgvin var fljótur að bregðast við með því að biðjast afsökunar sama kvöld og Knattspyrnudeild Hauka sendi líka strax frá sér yfirlýsingu. Hann sleppur hins vegar ekki við langt bann. Refsingin bitnar bæði á KR og Haukum. KR missir framherja sinn í fimm leiki en Haukarnir þurfa að borga hundrað þúsund krónur í sekt. Björgvin sjálfur er líka í banni hjá báðum félögum. Hann má ekki spila með Haukum og má ekki koma á Ásvelli á meðan hann tekur út bannið með KR.„Stutt í villimannseðlið“ „Þetta er það sem ég er alltaf að segja. Það er svo stutt í villimannseðlið hjá svarta manninum,“ sagði Björgvin Stefánsson í lýsingunni á Haukar TV en svarti maðurinn sem hann talaði um er Archie Nkumu, leikmann Þróttar. Sindri Hjartarson vakti athygli á ummælunum á Twitter. Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ tók málið fyrir þann 28. maí þar sem ákveðið var að gefa Björgvini og forsvarsmönnum knattspyrnudeilda KR og Hauka kost á að koma á framfæri sjónarmiðum sínum í málinu. Frestur var veittur fram á hádegi 3. júní til að skila athugasemdum og andmælum. Gögn bárust frá Knattspyrnudeild KR og Knattspyrnudeild Hauka.Missir af sex leikjum Aga- og úrskurðarnefnd tók síðan málið fyrir á fundi þriðjudaginn 4. júní og kvað upp neðangreindan úrskurð á fundi sínum fimmtudaginn 6. júní. „Björgvin Stefánsson skal sæta leikbanni í fimm leiki í keppnum á vegum KSÍ og tekur bannið gildi nú þegar. Auk þess sætir Björgvin banni frá leikvelli Hauka á Ásvöllum á meðan leikbannið varir. Knattspyrnudeild Hauka skal sæta sekt að upphæð kr. 100.000 til KSÍ.“ Næstu fimm deildarleikir KR eru á móti ÍA á útivelli, Val á heimavelli, FH á útivelli, Breiðabliki á heimavelli og ÍBV á útivelli. Björgvin tekur auk þess út leikbann í bikarleik á móti Njarðvík vegna tveggja gulra spjalda.Hér má sjá allan úrskurðinn.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Úrskurða í máli Björgvins í dag Aganefnd KSÍ mun í dag tilkynna hvort Björgvin Stefánsson, framherji KR, fari í leikbann fyrir rasísk ummæli sem hann lét falla við að lýsa leik Hauka og Þróttar á dögunum. Björgvin var í gær dæmdur í eins leiks bann í Mjólkurbikarnum vegna tveggja gulra spjalda og missir hann því af leik KR og Njarðvíkur í bikarnum. 5. júní 2019 07:30 KSÍ hefur ekki óskað eftir gögnum frá Haukum í máli Björgvins Enn dregst á langinn að dæma í máli Björgvins Stefánssonar 5. júní 2019 12:42 Aganefnd ekki búin að úrskurða í máli Björgvins Aganefnd KSÍ kom saman í dag, eins og venja er að hún geri á þriðjudögum, en athygli vekur að hún hefur ekki úrskurðað í máli Björgvins Stefánssonar. 28. maí 2019 17:19 Björgvin dæmdur í eins leiks bann KR-ingurinn Björgvin Stefánsson var í dag dæmdur í eins leiks bann af aganefnd Knattspyrnusambands Íslands. 4. júní 2019 17:06 Engin niðurstaða í máli Björgvins í dag Til stóð að aga- og úrskurðarnefnd KSÍ myndi úrskurða í máli KR-ingsins Björgvins Stefánssonar í dag en af því verður ekki. 5. júní 2019 11:30 Segir Björgvin hafa fengið ómannúðlega meðferð: „Þetta gengur ekki og það hljóta allir að sjá“ Sindri Sverrisson sendir aganefnd KSÍ tóninn í dag. 6. júní 2019 09:45 Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Isak utan vallar en þó í forgrunni Enski boltinn Fleiri fréttir Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Sjá meira
Úrskurða í máli Björgvins í dag Aganefnd KSÍ mun í dag tilkynna hvort Björgvin Stefánsson, framherji KR, fari í leikbann fyrir rasísk ummæli sem hann lét falla við að lýsa leik Hauka og Þróttar á dögunum. Björgvin var í gær dæmdur í eins leiks bann í Mjólkurbikarnum vegna tveggja gulra spjalda og missir hann því af leik KR og Njarðvíkur í bikarnum. 5. júní 2019 07:30
KSÍ hefur ekki óskað eftir gögnum frá Haukum í máli Björgvins Enn dregst á langinn að dæma í máli Björgvins Stefánssonar 5. júní 2019 12:42
Aganefnd ekki búin að úrskurða í máli Björgvins Aganefnd KSÍ kom saman í dag, eins og venja er að hún geri á þriðjudögum, en athygli vekur að hún hefur ekki úrskurðað í máli Björgvins Stefánssonar. 28. maí 2019 17:19
Björgvin dæmdur í eins leiks bann KR-ingurinn Björgvin Stefánsson var í dag dæmdur í eins leiks bann af aganefnd Knattspyrnusambands Íslands. 4. júní 2019 17:06
Engin niðurstaða í máli Björgvins í dag Til stóð að aga- og úrskurðarnefnd KSÍ myndi úrskurða í máli KR-ingsins Björgvins Stefánssonar í dag en af því verður ekki. 5. júní 2019 11:30
Segir Björgvin hafa fengið ómannúðlega meðferð: „Þetta gengur ekki og það hljóta allir að sjá“ Sindri Sverrisson sendir aganefnd KSÍ tóninn í dag. 6. júní 2019 09:45