Íslenski boltinn

Úrskurða í máli Björgvins í dag

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Björgvin í leik gegn Fylki.
Björgvin í leik gegn Fylki.
Aganefnd KSÍ mun í dag tilkynna hvort Björgvin Stefánsson, framherji KR, fari í leikbann fyrir rasísk ummæli sem hann lét falla við að lýsa leik Hauka og Þróttar á dögunum. Björgvin var í gær dæmdur í eins leiks bann í Mjólkurbikarnum vegna tveggja gulra spjalda og missir hann því af leik KR og Njarðvíkur í bikarnum.

Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ hefur í tæpar tvær vikur unnið að því að finna út hver refsing Björgvins ætti að vera eftir að hann lét út úr sér rasísk ummæli um Archange Nkumu, leikmann Þróttar, þegar hann lýsti leik Hauka og Þróttar á Haukar TV. Björgvin var fljótur að senda frá sér afsökunarbeiðni og í kjölfarið birtu bæði Haukar og KR afsökunarbeiðni þar sem ummælin voru fordæmd.

Samkvæmt reglum KSÍ gæti Björgvin átt von á allt að fimm leikja banni sem myndi þýða að hann væri kominn í eins og hálfs mánaðar frí.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×