Enski boltinn

Velur City fram yfir United

Anton Ingi Leifsson skrifar
Maguire í leik gærkvöldsins.
Maguire í leik gærkvöldsins. vísir/getty
Manchester United hefur gert tilboð í varnarmann Leicester og enska landsliðsins, Harry Maguire, en hann er talinn vilja frekar fara til þeirra bláklæddu í borginni, Manchester City.

United setti sig í samband við Leicester fyrr í vikunni. Eftirspurnin eftir Englendingnum er mikil og er talið líklegt að hann verði seldur fyrir metfjár í sumar. 

City er á höttunum eftir varnarmönnum til að fylla skörð Vincent Kompany, sem tók við sem spilandi þjálfari Anderlecht, og Nicolas Otamendi, sem gæti verið á leið til Atletico Madrid.

Varnarleikur Manchester United var ekki upp á marga fiska á síðustu leiktíð og eitt aðalmarkmið Ole Gunnar Solskjær, þjálfara liðsins, er að ná sér í varnarmann í sumar.

Maguire var í eldlínunni í gærkvöldi. Hann spilaði allan leikinn er England tapaði 3-1 fyrir Hollandi í undanúrslitum Þjóðadeildarinnar. Úrslitin réðust í framlengingu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×