Enski boltinn

Velur City fram yfir United

Anton Ingi Leifsson skrifar
Maguire í leik gærkvöldsins.
Maguire í leik gærkvöldsins. vísir/getty

Manchester United hefur gert tilboð í varnarmann Leicester og enska landsliðsins, Harry Maguire, en hann er talinn vilja frekar fara til þeirra bláklæddu í borginni, Manchester City.

United setti sig í samband við Leicester fyrr í vikunni. Eftirspurnin eftir Englendingnum er mikil og er talið líklegt að hann verði seldur fyrir metfjár í sumar. 

City er á höttunum eftir varnarmönnum til að fylla skörð Vincent Kompany, sem tók við sem spilandi þjálfari Anderlecht, og Nicolas Otamendi, sem gæti verið á leið til Atletico Madrid.

Varnarleikur Manchester United var ekki upp á marga fiska á síðustu leiktíð og eitt aðalmarkmið Ole Gunnar Solskjær, þjálfara liðsins, er að ná sér í varnarmann í sumar.

Maguire var í eldlínunni í gærkvöldi. Hann spilaði allan leikinn er England tapaði 3-1 fyrir Hollandi í undanúrslitum Þjóðadeildarinnar. Úrslitin réðust í framlengingu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.