Erlent

Súdanskar öryggis­sveitir skutu inn í hóp mót­mælenda

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Mótmælendur á götum Khartoum setja upp vegatálma.
Mótmælendur á götum Khartoum setja upp vegatálma. getty/Stringer
Súdanskar öryggissveitir beittu mótmælendur táragasi og skutu inn í hópinn til að dreifa mótmælendum sem voru að setja upp vegatálma í Khartoum. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins BBC.

Læknar sem hafa hjálpað mótmælendum staðfestu að ein manneskja hafi verið drepin í Bahari hverfinu í norðurhluta borgarinnar.

Skipuleggjendur mótmælanna hvöttu almenning til að halda verkföllum áfram frá og með sunnudegi til að gera hernum það eins erfitt og hægt væri að stjórna Súdan.

Tæp vika er síðan herinn réðst á hóp mótmælenda og varð tugum að bana.

Fjöldi starfsmanna súdanska bankans, flugvallarins og rafvirkjum voru handteknir áður en mótmælin gegn stjórn hersins segir stærsti mótmælenda hópurinn.

Verkalýðsfélag Súdan, The Sudanese Professionals Association (SPA) segir að starfsmenn hafi einnig fengið hótanir frá yfirvöldum í von um að fá þá til að mæta til vinnu í stað þess að taka þátt í verkfallinu sem hefur breiðst út um allt landið.

Stjórnarskiptaráð hersins (TMC) sem fer nú með stjórn landsins hefur ekki tjáð sig um málið.


Tengdar fréttir

Afríkusambandið frysti aðild Súdans vegna aðgerða hersins

Aðild Súdans að Afríkusambandinu hefur verið fryst eftir að tugir mótmælenda féllu í árásum súdanska hersins. Illa hefur gengið að leysa deiluna en forsætisráðherra Eþíópíu kemur til landsins í dag til að reyna að miðla málum.

Hundrað mótmælendur drepnir í Súdan

Tala látinna mótmælenda í Kartúm, höfuðborg Súdan, hækkaði í gær og stóð í rúmlega hundrað. Áður var staðfest að 35 hefðu látist.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×