Erlent

Omar al-Bas­hir komið frá og hann hand­tekinn

Atli Ísleifsson skrifar
Awad Ibn Ouf, varnarmálaráðherra Súdans, ávarpaði súdönsku þjóðina í dag.
Awad Ibn Ouf, varnarmálaráðherra Súdans, ávarpaði súdönsku þjóðina í dag. Getty

Awad Ibn Ouf, varnarmálaráðherra Súdans, segir að forseta landsins, Omar al-Bashir, hafi verið komið frá völdum og hann handtekinn.

Ráðherrann sagði í sjónvarpsávarpi að her landsins muni fara með stjórn landsins næstu tvö árin og að þeim tíma loknum fari fram kosningar í landinu. Þá sé búið að lýsa yfir þriggja mánaða neyðarástandi í landinu.

Fréttir tóku að spyrjast út um það í nótt að Bashir hafi verið komið frá völdum, en hann hefur stýrt landinu í þrjá áratugi.

Ouf sagði að Bashir yrði komið fyrir á „öruggum stað“ og lýsti hann því að landinu hafi við illa stjórnað og spilling verið mikil.

Mikil mótmæli hafa verið í landinu síðan í desember og bárust fréttir af miklum fagnaðarlátum meðal mótmælenda í höfuðborginni Kartúm í morgun.

Mótmælin hófust eftir tilkynningu frá súdönskum stjórnvöldum um að verð á brauði myndi þrefaldast. Síðustu vikur tóku mótmælin svo að snúast um kröfu um afsögn hins þaulsetna forseta.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.