Erlent

Súdanskar hersveitir hafa lokað fyrir umferð í og úr höfuðborg landsins

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Götur Khartoum borgar á mánudag.
Götur Khartoum borgar á mánudag. getty/Omer Erdem
Sjálfstæðar hersveitir í Súdan hafa náð nýjum svæðum í höfuðborginni Khartoum, eftir að 30 mótmælendur voru drepnir á mánudag. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins BBC.

Þungvopnaðir liðsmenn Rapid Support hersveitarinnar eru sagðir hafa dreift úr sér um höfuðborgina og nágrannaborgina Omdurman, rífandi niður vegatálma og skjótandi af byssum sínum.

Herinn hefur verið fordæmdur alþjóðlega eftir árásina á mótmælendur.

Sú árás endaði sáttmála hersins við almenning um stjórnarskipti þar sem fulltrúar almennings áttu að taka við stjórnartaumunum.

Herinn og fulltrúar almennings höfðu gert samkomulag um þriggja ára breytingatímabil, sem enda myndi með kosningum. Á mánudaginn hins vegar sagði herinn hins vegar að kosningar yrðu haldnar innan níu mánaða.

Mótmælendur hafa haldið því fram að lengri tíma þurfi til að kosningar verði sanngjarnar og til að uppræta stjórnmálanetið sem hefur tengsl við fyrrverandi ríkisstjórn Omar al-Bashir.

Bashir var steypt af valdastóli í apríl þegar herinn gerði uppreisn eftir þrýsting almennings sem hafði mótmælt frá því í desember. Hann hafði verið forseti Súdan í 30 ár.

Mótmælendur hafa haldið til á torginu fyrir framan höfuðstöðvar hersins í Khartoum síðan 6. apríl, sem var aðeins fimm dögum áður en Bashir var steypt af valdastóli.

Tugir mótmælenda dóu á mánudag þegar hersveitir réðust á mótmælendur fyrir framan varnarmálaráðuneytið, segja læknar á svæðinu.

Margir íbúar Khartoum hafa kennt hersveitum Rapid Support fyrir árásina. Sjálfstæða sveitin, sem var áður þekkt sem Janjaweed, varð þekktari eftir þátttöku sína í átökunum í Darfur í vesturhluta Súdan, sem hófust árið 2003.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×