Erlent

Hundrað mótmælendur drepnir í Súdan

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Frá mótmælunum í höfuðborginni.
Frá mótmælunum í höfuðborginni. vísir/getty
Tala látinna mótmælenda í Kartúm, höfuðborg Súdan, hækkaði í gær og stóð í rúmlega hundrað. Áður var staðfest að 35 hefðu látist. Þetta kom fram í tilkynningu CCSD, samtaka súdanskra lækna sem eru tengd hreyfingu mótmælenda.

Mótmæli hafa verið hávær í borginni og hafa leitt af sér afsögn forsetans Omars al-Bashir. Herforingjastjórn er nú við völd og hefur átt í viðræðum við talsmenn mótmælenda um þriggja ára aðlögunarferli áður en kosningar fara fram.

Á mánudag réðust hermenn hins vegar að mótmælendum og skutu á þá. Abdel Fattah al-Burhan herstjóri tilkynnti degi síðar að viðræðum hefði verið slitið og að kosningar færu fram innan níu mánaða.

Africa News sagði í gær að súdanskir herforingjar hefðu nú boðist til að hefja viðræður á ný. „Við í herforingjaráðinu réttum nú fram sáttahönd,“ sagði al-Burhan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×