Erlent

Pólitískt neyðar­á­stand í Mol­dóvu stig­magnast

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Mótmælendur í Moldóvu.
Mótmælendur í Moldóvu. getty/Pierre Crom
Pavel Filip, bráðabirgðaforseti Moldóvu, hefur boðað til skyndikosninga þann 6. september og rofið þingið. Meirihluti þingsins hefur lýst þingrofinu sem ólöglegum og hefur sagt ríkisstofnanir Moldóvu verið teknar með valdi. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins BBC.

Pattstaðan kom upp eftir þingkosningar í febrúar, þar sem hvorki evrópusinnaðir flokkar né flokkar sem styðja aukið samstarf við Rússa, báru augljósan sigur úr bítum.

Sjá einnig: Dómstóll vék forseta Moldóvu frá embætti

Einhverjar áhyggjuraddir hafa heyrst vegna hræðslu við að þetta stjórnmálaástand muni leiða til átaka á götum úti.

Moldóva, sem er fyrrverandi Sovétríki, á landamæri að Rúmeníu í vestri og Úkraínu í austri og er eitt fátækasta land Evrópu.


Tengdar fréttir

Dómstóll vék forseta Moldóvu frá embætti

Dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að víkja skildi Dodon vegna misfærslna í starfi en Dodon fygldi ekki úrskurði stjórnskipunardómstóls sem kvað á um að Dodon skildi rjúfa þing boða til nýrra þingkosninga fyrir ákveðinn tíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×