Erlent

Dómstóll vék forseta Moldóvu frá embætti

Andri Eysteinsson skrifar
Igor Dodon, fyrrverandi forseti Moldóvu.
Igor Dodon, fyrrverandi forseti Moldóvu. Getty/ Mikhail Svetlov
Igor Dodon, forseti austur-Evrópuríkisins Moldóvu hefur verið vikið úr embætti af þarlendum dómstól með dómi. Dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að víkja skildi Dodon vegna misfærslna í starfi en Dodon fygldi ekki úrskurði stjórnskipunardómstóls sem kvað á um að Dodon skildi rjúfa þing boða til nýrra þingkosninga fyrir ákveðinn tíma. Fyrrverandi forsætisráðherrann Pavel Filip hefur verið skipaður forseti til bráðabirgða. Reuters greinir frá.

Hinn 44 ára gamli Dodon hafði setið í stól forseta ríkisins frá árslokum 2016. Þingkosningar fóru fram í Moldóvu í febrúarmánuði en stjórnarmyndun gekk hægt og hafði stjórnskipunardómstóll úrskurðað að hefði ný ríkisstjórn ekki tekið við fyrir föstudaginn 7. Júní, skildi forsetinn Igor Dodon rjúfa þing og boða til nýrra kosninga.

Í gær, 8.júní, var fyrrverandi menntamálaráðherrann og ráðgjafi hjá Alþjóðabankanum, Maia Sandu úr ACUM-flokknum skipuð í embætti forsætisráðherra með stuðningi Sósíalistaflokksins, en forsetinn Dodon var áður hátt settur innan Sósíalistaflokksins.

Demókrataflokkur Moldóvu með fyrrverandi forsætisráðherrann Pavel Filip í fararbroddi kærði skipanina vegna brota á stjórnskipunarlögum og fyrir að una ekki úrskurði stjórnskipunarréttar.

Dómstóll var sammála Filip og félögum og úrskurðaði að Dodon skildi vikið úr embætti, Filip var þá skipaður forseti til bráðabirgða og boðaði hann umsvifalaust til nýrra þingkosninga sem fram munu fara í september.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×