Íhuga reglubreytingar vegna tíðra dauðsfalla á Everest Atli Ísleifsson skrifar 30. maí 2019 10:27 Örtröð hefur á köflum myndast ofarlega í fjallinu. AP Yfirvöld í Nepal íhuga nú að breyta reglum um hverjir fái heimild til að klífa Everest, hæsta fjall heims. Ellefu manns hafa á síðustu vikum látið lífið í tilraunum sínum til að komast á tindinn. Nokkrir þeirra sem hafa látið lífið í hlíðum fjallsins hafa gert það þar sem þeir hafa beðið í röð eftir að komast á tindinn. Örtröð hefur á köflum myndast ofarlega í fjallinu. „Það er kominn tími til að endurskoða gömlu reglurnar,“ segir þingmaðurinn Yagya Raj Sunuwar í samtali við New York Times. Langflestir sem hafa sótt leyfi til að klífa fjallið hafa til þessa fengið umsóknina samþykkta. Fjöldi tiltölulega óreyndra fjallgöngumanna, sem hafa sótt um leyfi til að komast á tindinn, hefur aukist að undanförnu og hefur það aukið á hættu fyrir alla fjallgöngumenn á staðnum. Fjölmargir fulltrúar nepalskra yfirvalda hafa lýst því yfir að verið sé að fara yfir stöðuna og að til skoðunar sé að umsækjendur verði að sýna fram á reynslu og læknisvottorð um að vera við góða heilsu áður en umsókn fáist samþykkt. Fjallgöngumenn þurfa nú að skila inn afriti af vegabréfi, stuttu æviágripi og heilsuvottorði sem kveði á um að þeir séu nægilega heilsuhraustir til að klífa fjallið. Fulltrúar yfirvalda hafa þó staðfest að ekki sé í öllum tilvikum hægt að sannreyna vottorðið. Erlendir fjallgöngumenn þurfa að greiða jafnvirði um 1,5 milljón króna til að fá leyfi til að klífa Everest. Everest Nepal Tengdar fréttir Fleiri látist á Everest í ár en allt árið 2018 Alls hafa tíu látist í vikunni á Everest-fjalli eftir að tveir menn, Íri og Breti, létust í gær. 25. maí 2019 09:52 Ekki bara röðin sem valdi auknum fjölda dauðsfalla á Everest Ferðamálayfirvöld í Nepal hafa þvertekið fyrir að rekja megi aukinn fjölda dauðsfalla á Everest-fjallinu, hæsta fjalli heims, til aukningu í fjölda þeirra sem fá leyfi til að klífa fjallið. 26. maí 2019 18:09 Æ fleiri örmagnast í biðröðinni og komast aldrei niður Samtals hafa nú fjórir fjallgöngumenn látist í hlíðum Everest-fjalls undanfarna daga. 24. maí 2019 22:03 Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Aðgerðasinnar tóku rafmagnið af Berlín Sjá meira
Yfirvöld í Nepal íhuga nú að breyta reglum um hverjir fái heimild til að klífa Everest, hæsta fjall heims. Ellefu manns hafa á síðustu vikum látið lífið í tilraunum sínum til að komast á tindinn. Nokkrir þeirra sem hafa látið lífið í hlíðum fjallsins hafa gert það þar sem þeir hafa beðið í röð eftir að komast á tindinn. Örtröð hefur á köflum myndast ofarlega í fjallinu. „Það er kominn tími til að endurskoða gömlu reglurnar,“ segir þingmaðurinn Yagya Raj Sunuwar í samtali við New York Times. Langflestir sem hafa sótt leyfi til að klífa fjallið hafa til þessa fengið umsóknina samþykkta. Fjöldi tiltölulega óreyndra fjallgöngumanna, sem hafa sótt um leyfi til að komast á tindinn, hefur aukist að undanförnu og hefur það aukið á hættu fyrir alla fjallgöngumenn á staðnum. Fjölmargir fulltrúar nepalskra yfirvalda hafa lýst því yfir að verið sé að fara yfir stöðuna og að til skoðunar sé að umsækjendur verði að sýna fram á reynslu og læknisvottorð um að vera við góða heilsu áður en umsókn fáist samþykkt. Fjallgöngumenn þurfa nú að skila inn afriti af vegabréfi, stuttu æviágripi og heilsuvottorði sem kveði á um að þeir séu nægilega heilsuhraustir til að klífa fjallið. Fulltrúar yfirvalda hafa þó staðfest að ekki sé í öllum tilvikum hægt að sannreyna vottorðið. Erlendir fjallgöngumenn þurfa að greiða jafnvirði um 1,5 milljón króna til að fá leyfi til að klífa Everest.
Everest Nepal Tengdar fréttir Fleiri látist á Everest í ár en allt árið 2018 Alls hafa tíu látist í vikunni á Everest-fjalli eftir að tveir menn, Íri og Breti, létust í gær. 25. maí 2019 09:52 Ekki bara röðin sem valdi auknum fjölda dauðsfalla á Everest Ferðamálayfirvöld í Nepal hafa þvertekið fyrir að rekja megi aukinn fjölda dauðsfalla á Everest-fjallinu, hæsta fjalli heims, til aukningu í fjölda þeirra sem fá leyfi til að klífa fjallið. 26. maí 2019 18:09 Æ fleiri örmagnast í biðröðinni og komast aldrei niður Samtals hafa nú fjórir fjallgöngumenn látist í hlíðum Everest-fjalls undanfarna daga. 24. maí 2019 22:03 Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Aðgerðasinnar tóku rafmagnið af Berlín Sjá meira
Fleiri látist á Everest í ár en allt árið 2018 Alls hafa tíu látist í vikunni á Everest-fjalli eftir að tveir menn, Íri og Breti, létust í gær. 25. maí 2019 09:52
Ekki bara röðin sem valdi auknum fjölda dauðsfalla á Everest Ferðamálayfirvöld í Nepal hafa þvertekið fyrir að rekja megi aukinn fjölda dauðsfalla á Everest-fjallinu, hæsta fjalli heims, til aukningu í fjölda þeirra sem fá leyfi til að klífa fjallið. 26. maí 2019 18:09
Æ fleiri örmagnast í biðröðinni og komast aldrei niður Samtals hafa nú fjórir fjallgöngumenn látist í hlíðum Everest-fjalls undanfarna daga. 24. maí 2019 22:03