Fleiri látist á Everest í ár en allt árið 2018 Sylvía Hall skrifar 25. maí 2019 09:52 Everest er hæsti tindur heims og hafa níu Íslendingar komist á toppinn. vísir/getty Alls hafa tíu látist í vikunni á Everest-fjalli eftir að tveir menn, Íri og Breti, létust í gær. Eru dauðsföllin á fjallinu í ár orðin fleiri en allt árið 2018. BBC greinir frá. Breski maðurinn hafði komist á topp fjallsins í gærmorgun en hneig niður og dó aðeins 150 metrum frá tindi fjallsins samkvæmt upplýsingum frá ferðaskrifstofu mannsins. Leiðsögumenn hans höfðu reynt að koma honum til hjálpar en björgunartilraunir báru ekki árangur. Sjerpi mannsins hafði einnig kvartað undan óþægindum á fjallinu og náðist að bjarga honum í búðir neðar á fjallinu. Þá lést hinn 56 ára gamli Kevin Hynes einnig á föstudag í tjaldi sínu í norðurhlíð fjallsins eftir að hafa snúið við áður en hann komst að toppi fjallsins. Á meðal annarra látinna í vikunni eru fjórir frá Indlandi, Austurríkismaður, Bandaríkjamaður og Nepali. Þá er írski prófessorinn Séamus Lawless talinn af eftir að hann harpaði 500 metra af syllu í hlíðinni. Yfirvöld í Nepal hafa verið gagnrýnd fyrir fjölda leyfisveitinga en alls hafa verið gefin út rúmlega 380 leyfi fyrir fjallgöngumenn sem hyggjast ná toppnum og hefur verið kallað eftir því að takmarka fjölda leyfa til þess að tryggja öryggi göngufólks. Hvert leyfi kostar 11 þúsund dollara, sem samsvarar 1.364.440 íslenskra króna á gengi dagsins í dag. Fjöldi vongóðra fjallgöngumanna hefur því aldrei verið fleiri en myndir af biðröð á tindi Everest-fjalls hafa vakið mikla athygli. Við biðina myndast afar hættuleg skilyrði, þar sem fjallgöngumennirnir standa nær hreyfingarlausir í nístingskulda í tæplega 9000 metra hæð. Nepal Tengdar fréttir Bakkavararbróðir á topp Everest með fyrsta Íslendingnum sem toppar tvisvar Lýður Guðmundsson, annar tveggja bræðra sem jafnan er kenndur við fyrirtækið Bakkavör, komst á topp Everest, hæsta tind heims, í morgun með Leifi Erni Svavarssyni sem var að toppa tindinn í annað sinn. 23. maí 2019 08:51 Bjarni Ármannsson áttundi Íslendingurinn sem kemst á topp Everest Bjarni Ármannsson, fyrrverandi forstjóri Glitnis og núverandi forstjóri Iceland Seafood, varð í morgun áttundi Íslendingurinn sem nær því afreki að komast á topp Everest-fjalls í Nepal sem er hæst tindur heims. 23. maí 2019 07:41 Metfjöldi reynir nú að sigra Everest Mikill fjöldi fólks hefst nú við í hlíðum Everest-fjalls þar sem það bíður færis að komast á topp þessa hæsta fjalls heims. 11. maí 2019 09:45 Æ fleiri örmagnast í biðröðinni og komast aldrei niður Samtals hafa nú fjórir fjallgöngumenn látist í hlíðum Everest-fjalls undanfarna daga. 24. maí 2019 22:03 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Sjá meira
Alls hafa tíu látist í vikunni á Everest-fjalli eftir að tveir menn, Íri og Breti, létust í gær. Eru dauðsföllin á fjallinu í ár orðin fleiri en allt árið 2018. BBC greinir frá. Breski maðurinn hafði komist á topp fjallsins í gærmorgun en hneig niður og dó aðeins 150 metrum frá tindi fjallsins samkvæmt upplýsingum frá ferðaskrifstofu mannsins. Leiðsögumenn hans höfðu reynt að koma honum til hjálpar en björgunartilraunir báru ekki árangur. Sjerpi mannsins hafði einnig kvartað undan óþægindum á fjallinu og náðist að bjarga honum í búðir neðar á fjallinu. Þá lést hinn 56 ára gamli Kevin Hynes einnig á föstudag í tjaldi sínu í norðurhlíð fjallsins eftir að hafa snúið við áður en hann komst að toppi fjallsins. Á meðal annarra látinna í vikunni eru fjórir frá Indlandi, Austurríkismaður, Bandaríkjamaður og Nepali. Þá er írski prófessorinn Séamus Lawless talinn af eftir að hann harpaði 500 metra af syllu í hlíðinni. Yfirvöld í Nepal hafa verið gagnrýnd fyrir fjölda leyfisveitinga en alls hafa verið gefin út rúmlega 380 leyfi fyrir fjallgöngumenn sem hyggjast ná toppnum og hefur verið kallað eftir því að takmarka fjölda leyfa til þess að tryggja öryggi göngufólks. Hvert leyfi kostar 11 þúsund dollara, sem samsvarar 1.364.440 íslenskra króna á gengi dagsins í dag. Fjöldi vongóðra fjallgöngumanna hefur því aldrei verið fleiri en myndir af biðröð á tindi Everest-fjalls hafa vakið mikla athygli. Við biðina myndast afar hættuleg skilyrði, þar sem fjallgöngumennirnir standa nær hreyfingarlausir í nístingskulda í tæplega 9000 metra hæð.
Nepal Tengdar fréttir Bakkavararbróðir á topp Everest með fyrsta Íslendingnum sem toppar tvisvar Lýður Guðmundsson, annar tveggja bræðra sem jafnan er kenndur við fyrirtækið Bakkavör, komst á topp Everest, hæsta tind heims, í morgun með Leifi Erni Svavarssyni sem var að toppa tindinn í annað sinn. 23. maí 2019 08:51 Bjarni Ármannsson áttundi Íslendingurinn sem kemst á topp Everest Bjarni Ármannsson, fyrrverandi forstjóri Glitnis og núverandi forstjóri Iceland Seafood, varð í morgun áttundi Íslendingurinn sem nær því afreki að komast á topp Everest-fjalls í Nepal sem er hæst tindur heims. 23. maí 2019 07:41 Metfjöldi reynir nú að sigra Everest Mikill fjöldi fólks hefst nú við í hlíðum Everest-fjalls þar sem það bíður færis að komast á topp þessa hæsta fjalls heims. 11. maí 2019 09:45 Æ fleiri örmagnast í biðröðinni og komast aldrei niður Samtals hafa nú fjórir fjallgöngumenn látist í hlíðum Everest-fjalls undanfarna daga. 24. maí 2019 22:03 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Sjá meira
Bakkavararbróðir á topp Everest með fyrsta Íslendingnum sem toppar tvisvar Lýður Guðmundsson, annar tveggja bræðra sem jafnan er kenndur við fyrirtækið Bakkavör, komst á topp Everest, hæsta tind heims, í morgun með Leifi Erni Svavarssyni sem var að toppa tindinn í annað sinn. 23. maí 2019 08:51
Bjarni Ármannsson áttundi Íslendingurinn sem kemst á topp Everest Bjarni Ármannsson, fyrrverandi forstjóri Glitnis og núverandi forstjóri Iceland Seafood, varð í morgun áttundi Íslendingurinn sem nær því afreki að komast á topp Everest-fjalls í Nepal sem er hæst tindur heims. 23. maí 2019 07:41
Metfjöldi reynir nú að sigra Everest Mikill fjöldi fólks hefst nú við í hlíðum Everest-fjalls þar sem það bíður færis að komast á topp þessa hæsta fjalls heims. 11. maí 2019 09:45
Æ fleiri örmagnast í biðröðinni og komast aldrei niður Samtals hafa nú fjórir fjallgöngumenn látist í hlíðum Everest-fjalls undanfarna daga. 24. maí 2019 22:03