Æ fleiri örmagnast í biðröðinni og komast aldrei niður Kristín Ólafsdóttir skrifar 24. maí 2019 22:03 Röðin á tindi Everest-fjalls þann 22. maí síðastliðinn. Mynd/Nirmal Purja Samtals hafa nú fimm fjallgöngumenn látist í hlíðum Everest-fjalls á nokkrum dögum. Mikil örtröð hefur myndast við tind fjallsins í vikunni þar sem göngugarpar bíða færis á því að komast á toppinn. Aldrei í sögunni hafa jafnmargir ætlað sér að gera tilraun til að komast á sjálfan tindinn og í ár en yfirvöld í Nepal hafa veitt 378 manns leyfi til að klífa fjallið. Þá hafa góð veðurskilyrði á fjallinu þessar vikurnar valdið því að hinn mikli fólksfjöldi flykkist upp á tindinn á sama tíma. Við biðina myndast afar hættuleg skilyrði, þar sem fjallgöngumennirnir standa nær hreyfingarlausir í nístingskulda í tæplega 9000 metra hæð. Myndir af langri biðröð fjallgöngumanna á toppnum hafa vakið athygli í vikunni en fjölmiðlar ytra tengja dauðsföll meðal fjallgöngufólks undanfarna daga við raðirnar í fjallshlíðunum.Leit stendur yfir að Seamus Lawless, írskum göngugarpi, sem hrapaði á leiðinni niður af tindi Everest-fjalls fyrir viku.Mynd/GofundmeÍ gær var greint frá því að fjórir göngugarpar, Bandaríkjamaður, Austurríkismaður og tveir Indverjar, hefðu látist í fjallinu á niðurleið nú í vikunni. Donald Lynn Cash, 54 ára frá Utah-ríki, hneig niður við ljósmyndun í fjallshlíðinni á miðvikudag og lést þegar leiðsögumenn báru hann í grunnbúðirnar. Indverjarnir tveir, þau Anjali Kulkarni og Kalpana Das, létust við svipaðar aðstæður og Bandaríkjamaðurinn. Sú fyrrnefnda er jafnframt sögð hafa látist á svokölluðu „dauðasvæði“ (e. Death Zone) í fjallinu eftir að hafa örmagnast í biðröðinni upp á tindinn. Nú síðast voru svo fluttar fréttir af andláti 56 ára írsks göngugarps, Kevin Hynes. Hynes lést í tjaldi sínu í 7000 metra hæð í morgun en hann hafði, ólíkt hinum þremur, snúið við áður en hann komst á toppinn. Vika er síðan annar írskur fjallgöngumaður, háskólaprófessorinn Seamus Lawless, hrapaði 500 metra af syllu í hlíðinni aðeins nokkru klukkutímum eftir að hann náði upp á tindinn. Ekkert hefur spurst til hans síðan en björgunarmenn eru á leiðinni til hans. Í frétt breska dagblaðsins The Guardian um ástandið á Everest eru vandræðin í fjallinu einkum sögð af völdum vaxandi áhuga meðal kínverskra og indverskra ferðamanna en samhliða fjölgun þeirra ráðist fleiri óreyndir fjallgöngumenn til atlögu við toppinn en áður. Everest Nepal Tengdar fréttir Bakkavararbróðir á topp Everest með fyrsta Íslendingnum sem toppar tvisvar Lýður Guðmundsson, annar tveggja bræðra sem jafnan er kenndur við fyrirtækið Bakkavör, komst á topp Everest, hæsta tind heims, í morgun með Leifi Erni Svavarssyni sem var að toppa tindinn í annað sinn. 23. maí 2019 08:51 Bjarni Ármannsson áttundi Íslendingurinn sem kemst á topp Everest Bjarni Ármannsson, fyrrverandi forstjóri Glitnis og núverandi forstjóri Iceland Seafood, varð í morgun áttundi Íslendingurinn sem nær því afreki að komast á topp Everest-fjalls í Nepal sem er hæst tindur heims. 23. maí 2019 07:41 Metfjöldi reynir nú að sigra Everest Mikill fjöldi fólks hefst nú við í hlíðum Everest-fjalls þar sem það bíður færis að komast á topp þessa hæsta fjalls heims. 11. maí 2019 09:45 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Fleiri fréttir Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Sjá meira
Samtals hafa nú fimm fjallgöngumenn látist í hlíðum Everest-fjalls á nokkrum dögum. Mikil örtröð hefur myndast við tind fjallsins í vikunni þar sem göngugarpar bíða færis á því að komast á toppinn. Aldrei í sögunni hafa jafnmargir ætlað sér að gera tilraun til að komast á sjálfan tindinn og í ár en yfirvöld í Nepal hafa veitt 378 manns leyfi til að klífa fjallið. Þá hafa góð veðurskilyrði á fjallinu þessar vikurnar valdið því að hinn mikli fólksfjöldi flykkist upp á tindinn á sama tíma. Við biðina myndast afar hættuleg skilyrði, þar sem fjallgöngumennirnir standa nær hreyfingarlausir í nístingskulda í tæplega 9000 metra hæð. Myndir af langri biðröð fjallgöngumanna á toppnum hafa vakið athygli í vikunni en fjölmiðlar ytra tengja dauðsföll meðal fjallgöngufólks undanfarna daga við raðirnar í fjallshlíðunum.Leit stendur yfir að Seamus Lawless, írskum göngugarpi, sem hrapaði á leiðinni niður af tindi Everest-fjalls fyrir viku.Mynd/GofundmeÍ gær var greint frá því að fjórir göngugarpar, Bandaríkjamaður, Austurríkismaður og tveir Indverjar, hefðu látist í fjallinu á niðurleið nú í vikunni. Donald Lynn Cash, 54 ára frá Utah-ríki, hneig niður við ljósmyndun í fjallshlíðinni á miðvikudag og lést þegar leiðsögumenn báru hann í grunnbúðirnar. Indverjarnir tveir, þau Anjali Kulkarni og Kalpana Das, létust við svipaðar aðstæður og Bandaríkjamaðurinn. Sú fyrrnefnda er jafnframt sögð hafa látist á svokölluðu „dauðasvæði“ (e. Death Zone) í fjallinu eftir að hafa örmagnast í biðröðinni upp á tindinn. Nú síðast voru svo fluttar fréttir af andláti 56 ára írsks göngugarps, Kevin Hynes. Hynes lést í tjaldi sínu í 7000 metra hæð í morgun en hann hafði, ólíkt hinum þremur, snúið við áður en hann komst á toppinn. Vika er síðan annar írskur fjallgöngumaður, háskólaprófessorinn Seamus Lawless, hrapaði 500 metra af syllu í hlíðinni aðeins nokkru klukkutímum eftir að hann náði upp á tindinn. Ekkert hefur spurst til hans síðan en björgunarmenn eru á leiðinni til hans. Í frétt breska dagblaðsins The Guardian um ástandið á Everest eru vandræðin í fjallinu einkum sögð af völdum vaxandi áhuga meðal kínverskra og indverskra ferðamanna en samhliða fjölgun þeirra ráðist fleiri óreyndir fjallgöngumenn til atlögu við toppinn en áður.
Everest Nepal Tengdar fréttir Bakkavararbróðir á topp Everest með fyrsta Íslendingnum sem toppar tvisvar Lýður Guðmundsson, annar tveggja bræðra sem jafnan er kenndur við fyrirtækið Bakkavör, komst á topp Everest, hæsta tind heims, í morgun með Leifi Erni Svavarssyni sem var að toppa tindinn í annað sinn. 23. maí 2019 08:51 Bjarni Ármannsson áttundi Íslendingurinn sem kemst á topp Everest Bjarni Ármannsson, fyrrverandi forstjóri Glitnis og núverandi forstjóri Iceland Seafood, varð í morgun áttundi Íslendingurinn sem nær því afreki að komast á topp Everest-fjalls í Nepal sem er hæst tindur heims. 23. maí 2019 07:41 Metfjöldi reynir nú að sigra Everest Mikill fjöldi fólks hefst nú við í hlíðum Everest-fjalls þar sem það bíður færis að komast á topp þessa hæsta fjalls heims. 11. maí 2019 09:45 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Fleiri fréttir Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Sjá meira
Bakkavararbróðir á topp Everest með fyrsta Íslendingnum sem toppar tvisvar Lýður Guðmundsson, annar tveggja bræðra sem jafnan er kenndur við fyrirtækið Bakkavör, komst á topp Everest, hæsta tind heims, í morgun með Leifi Erni Svavarssyni sem var að toppa tindinn í annað sinn. 23. maí 2019 08:51
Bjarni Ármannsson áttundi Íslendingurinn sem kemst á topp Everest Bjarni Ármannsson, fyrrverandi forstjóri Glitnis og núverandi forstjóri Iceland Seafood, varð í morgun áttundi Íslendingurinn sem nær því afreki að komast á topp Everest-fjalls í Nepal sem er hæst tindur heims. 23. maí 2019 07:41
Metfjöldi reynir nú að sigra Everest Mikill fjöldi fólks hefst nú við í hlíðum Everest-fjalls þar sem það bíður færis að komast á topp þessa hæsta fjalls heims. 11. maí 2019 09:45