Enski boltinn

Ætla að framlengja við Milner og Matip

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Matip og Milner á æfingu Liverpool.
Matip og Milner á æfingu Liverpool. vísir/getty
Enskir fjölmiðlar greina frá því að Liverpool muni bjóða James Milner og Joël Matip nýjan samning hjá félaginu.

Báðir eiga þeir eitt ár eftir af samningi sínum við Liverpool en verða væntanlega áfram í rauðu.

Milner kom til Liverpool frá Manchester City 2015 en Matip kom ári seinna frá Schalke 04. Báðir komu þeir á frjálsri sölu til Liverpool.

Milner, sem er 33 ára, hefur leikið 44 leiki og skorað sjö mörk í öllum keppnum á tímabilinu. Hinn 27 ára Matip hefur leikið 29 leiki og skorað eitt mark. Hann hefur verið fastamaður í vörn Liverpool seinni hluta tímabils.

Milner og Matip koma væntanlega báðir við sögu þegar Liverpool mætir Tottenham í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu annað kvöld.


Tengdar fréttir

Klopp skaut fast á Guardiola

Stjórar bestu liðanna á Englandi, Pep Guardiola og Jürgen Klopp, eru í léttu sálfræðistríði sín í milli sem er ekkert að taka enda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×