Fótbolti

Klopp: Besta lið sem ég hef verið með fyrir úrslitaleik

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Jurgen Klopp var léttur á blaðamannafundinum
Jurgen Klopp var léttur á blaðamannafundinum vísir/getty
Jurgen Klopp segist aldrei hafa haft betra lið í höndunum fyrir úrslitaleik heldur en það Liverpoollið sem hann hefur í dag.

Liverpool mætir Tottenham í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu á laugardaginn.

Klopp hefur tvisvar áður stýrt liði í úrslitum Meistaradeildarinnar, Borussia Dortmund 2013 og Liverpool síðasta sumar.

„Ég hef aldrei tekið þátt í úrslitaleik með betra lið,“ sagði Klopp á blaðamannafundi fyrir leikinn.

„Þessi hópur blandar hæfileikum og viðhorfi saman á besta hátt sem ég hef séð. En ég vil ekki gera lítið úr hinum liðunum sem ég var með, þau gáfu allt sitt.“

Klopp hefur tapað síðustu sex úrslitaleikjum sem hann hefur tekið þátt í og er enn titlalaus hjá Liverpool eftir þrjár tilraunir, í úrslitum Meistaradeildarinnar síðasta vor, Evrópudeildarinnar 2016 og deildarbikarsins á Englandi 2016.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×