Enski boltinn

Óttast um öryggi sitt og spilar ekki með Arsenal í úrslitaleiknum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Henrikh Mkhitaryan.
Henrikh Mkhitaryan. Getty/Matteo Ciambelli

Arsenal verður án Henrikh Mkhitaryan á móti Chelsea í úrslitaleik Evrópudeildarinnar 29. maí næstkomandi.

Henrikh Mkhitaryan er þó hvorki meiddur eða í leikbanni. Henrikh Mkhitaryan er Armeni en úrslitaleikurinn fer fram í nágrannaríkinu Aserbaísjan.

Armenína og Aserbaísjan hafa staðið lengi í deilum um Nagorno-Karabakh héraðið í suðurhluta Aserbaídsjan. Nagorno-Karabakh er landsvæði inn í miðju Aserbaídsjan þar sem nánast allir íbúar eru af armenskum uppruna. Það eru engin pólitísk samskipti á milli þjóðanna í dag vegna þessa máls.Henrikh Mkhitaryan hefur aldrei spilað leik í Aserbaísjan á ævinni þrátt fyrir að félög hans hafi lent á móti liðum þaðan í Evrópukeppninni. Hvort sem hann var hjá Arsenal eða Dortmund þá hefur hann alltaf sleppt útileiknum í Aserbaísjan.

Það verður ekki breyting á þeirri venju hans þótt að um úrslitaleik sé að ræða. Mkhitaryan hefur tekið þá ákvörðun að spila ekki leikinn þar sem að hann óttast um öryggi sitt á leikvanginum í Bakú.

Henrikh Mkhitaryan tjáði sig um þessa ákvörðun sína inn á Twitter eins og sjá má hér fyrir neðan. Hann segist hafa hugsað lengi um þetta en hafi á endanum þurft að taka mjög erfiða ákvörðun.

„Það er mjög sárt að missa af leik sem þessum enda leikur sem maður spilar ekki oft á ferlinum,“ sagði Henrikh Mkhitaryan meðal annars.
Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.