Af hverju kasta mótmælendur mjólkurhristingum í Farage og félaga? Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 21. maí 2019 21:30 Á vettvangi glæpsins. Getty/Ian Stringer Lögreglan í Edinborg í Skotlandi hefur farið fram á það við skyndibitakeðjuna McDonalds að hætta sölu á mjólkurhristingum í borginni á laugardaginn til þess að koma í veg fyrir að stjórnmálamaðurinn Nigel Farage verði aftur fyrir barðinu á mjólkurhristingsárás. Það er tiltölulega ný þróun að mótmælendur noti mjólkurhristinga til þess að lýsa óánægju sinni með stjórnmálamenn. Oftar en ekki hefur egg orðið fyrir valinu og hefur því vopni verið beitt á stjórnmálamenn á báðum vængjum stjórnmálanna, líkt og Ed Milliband, Fraser Anning og Árni Þór Sigurðsson geta borið vitni um. Í Bretlandi hefur mjólkurhristingurinn hins vegar orðið vopnið sem mótmælendur velja til þess að lýsa óánægju sinni með stjórnmálamenn. Beinist reiðin einkum að stjórnmálamönnum sem staðsett hafa sig yst á hægri vænt stjórnmálanna í Bretlandi, en flokkum sem þar halda sig hefur vaxið fiskur um hrygg undanfarin ár. Nýjasta dæmið er Brexit-flokkur Farage, sem er talinn líklegur til að bera sigur úr býtum í kosningunum í Bretlandi til Evrópuþingsins. Farage fékk að kenna á mjólkurhristingskastinu í vikunni er hann heimsótti Newcastle við litla kátínu hans sjálfs. Farage allur útataður í banana- og saltkaramellumjólkurhristingi.Hann er ekki sá eini. Stephen Yaxley-Lennon, betur þekktur sem Tommy Robinson, fyrrverandi leiðtogi öfgahópsins English Defense League, fær reglulega að kenna á mjólkurhristingum, þar á meðal tvisvar á sama sólahringnum fyrir skemmstu.Carl Benjamin, meðlimur breska UKIP-flokksins og frambjóðandi til Evrópuþingsins, hefur einnig fengið yfir sig fjóra mjólkurhristinga. Flokksfélagi hans, Mark Meecham, virðist einnig óttast mjólkurhristingaef marka má orð hans á Twitter, fyrr í mánuðinum.„Svo það sé á hreinu, ef einhver ræðst á mig með mjólkurhristingi þá mun sá hinn sami þurfa að nota rörið til að innbyrða mat næstu mánuðina.“Raunar hafa andstæðingar þessara stjórnmálamanna, þeirra stjórnmálaafla sem þeir starfa fyrir og stjórnmálaskoðana sem þeir tala fyrir hvatt til frekari mjólkurhristingsárása undir myllumerkinu#SplashtheFash á Twitter.En af hverju mjólkurhristingur?Það er spurning sem blaðamaður New York Times reyndi að svara á dögunum.Danyaal Mahmud, sá sem fyrst kastaði mjólkurhristingi í Tommy Robinson, sagðist hafa gert það vegna þess að hann hafi mislíkað þar sem Robinson hafi verið að segja við hann. Hann hafi einfaldlega haldið á mjólkurhristingi fyrir tilviljun á því augnabliki og ákveðið að kasta honum í Robinson. Augnablikið náðist á myndband og fór það hratt um netheima.Benjamin Franks, heimspekingur við Háskólann í Glasgow, telur að ástæðan fyrir því af hverju mjólkurhristingur hafi orðið fyrir valinu sé tiltölulega einföld.„Ég held að þetta hafi náð athygli þeirra sem berjast gegn fasisma vegna þess að það er mikið af skyndibitastöðum í breskum borgum, það er auðvelt að nálgast þá og er, eða var í það minnsta, auðvelt að ganga með þá án þess að það vekji grunsemdir,“ sagði Franks í samtali við New York Times. Kevin Featherstone, prófessor í stjórnmálafræði við London School of Economics, telur þó að ástæðan sé önnur og táknrænni.„Sá sem fær þetta yfir sig lítur fáranlega út og missir hluta af áru sinni sem stjórnmálamaður. Árásarmaðurinn er að segja: Þú talar ekki fyrir mig, þú ert myrka hlið stjórnmálanna.“Líkt og fyrr segir hefur breska lögreglan ekki farið varhluta af þessu og því má búast við að hún verði á sérstöku varðbergi gagnvart mjólkurhristingum í aðdraganda kosninganna. Beiðni um að McDonalds selji ekki mjólkurhristina er Farage heimsækir Glasgow um helgina er liður í því. Bretland Kosningar í Bretlandi Tengdar fréttir Farage ataður mjólkurhristingi í Newcastle Mjólkurhristingsárásir á frambjóðendur yst á hægri jaðrinum í Evrópuþingskosningum á Bretlandi undanfarið. 20. maí 2019 14:54 Árásarmaður Farage ákærður fyrir líkamsárás Mjólkurhristingi var kastað yfir leiðtoga Brexit-flokksins í Newcastle á Englandi í gær. 21. maí 2019 10:46 Blússandi sigling á Farage Allt útlit er fyrir að hinn háværi íhaldsmaður og Brexit-sinni Nigel Farage muni standa uppi sem sigurvegari Evrópuþingskosninganna sem fara fram í Bretlandi þann 23. maí. 11. maí 2019 07:30 Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Sjá meira
Lögreglan í Edinborg í Skotlandi hefur farið fram á það við skyndibitakeðjuna McDonalds að hætta sölu á mjólkurhristingum í borginni á laugardaginn til þess að koma í veg fyrir að stjórnmálamaðurinn Nigel Farage verði aftur fyrir barðinu á mjólkurhristingsárás. Það er tiltölulega ný þróun að mótmælendur noti mjólkurhristinga til þess að lýsa óánægju sinni með stjórnmálamenn. Oftar en ekki hefur egg orðið fyrir valinu og hefur því vopni verið beitt á stjórnmálamenn á báðum vængjum stjórnmálanna, líkt og Ed Milliband, Fraser Anning og Árni Þór Sigurðsson geta borið vitni um. Í Bretlandi hefur mjólkurhristingurinn hins vegar orðið vopnið sem mótmælendur velja til þess að lýsa óánægju sinni með stjórnmálamenn. Beinist reiðin einkum að stjórnmálamönnum sem staðsett hafa sig yst á hægri vænt stjórnmálanna í Bretlandi, en flokkum sem þar halda sig hefur vaxið fiskur um hrygg undanfarin ár. Nýjasta dæmið er Brexit-flokkur Farage, sem er talinn líklegur til að bera sigur úr býtum í kosningunum í Bretlandi til Evrópuþingsins. Farage fékk að kenna á mjólkurhristingskastinu í vikunni er hann heimsótti Newcastle við litla kátínu hans sjálfs. Farage allur útataður í banana- og saltkaramellumjólkurhristingi.Hann er ekki sá eini. Stephen Yaxley-Lennon, betur þekktur sem Tommy Robinson, fyrrverandi leiðtogi öfgahópsins English Defense League, fær reglulega að kenna á mjólkurhristingum, þar á meðal tvisvar á sama sólahringnum fyrir skemmstu.Carl Benjamin, meðlimur breska UKIP-flokksins og frambjóðandi til Evrópuþingsins, hefur einnig fengið yfir sig fjóra mjólkurhristinga. Flokksfélagi hans, Mark Meecham, virðist einnig óttast mjólkurhristingaef marka má orð hans á Twitter, fyrr í mánuðinum.„Svo það sé á hreinu, ef einhver ræðst á mig með mjólkurhristingi þá mun sá hinn sami þurfa að nota rörið til að innbyrða mat næstu mánuðina.“Raunar hafa andstæðingar þessara stjórnmálamanna, þeirra stjórnmálaafla sem þeir starfa fyrir og stjórnmálaskoðana sem þeir tala fyrir hvatt til frekari mjólkurhristingsárása undir myllumerkinu#SplashtheFash á Twitter.En af hverju mjólkurhristingur?Það er spurning sem blaðamaður New York Times reyndi að svara á dögunum.Danyaal Mahmud, sá sem fyrst kastaði mjólkurhristingi í Tommy Robinson, sagðist hafa gert það vegna þess að hann hafi mislíkað þar sem Robinson hafi verið að segja við hann. Hann hafi einfaldlega haldið á mjólkurhristingi fyrir tilviljun á því augnabliki og ákveðið að kasta honum í Robinson. Augnablikið náðist á myndband og fór það hratt um netheima.Benjamin Franks, heimspekingur við Háskólann í Glasgow, telur að ástæðan fyrir því af hverju mjólkurhristingur hafi orðið fyrir valinu sé tiltölulega einföld.„Ég held að þetta hafi náð athygli þeirra sem berjast gegn fasisma vegna þess að það er mikið af skyndibitastöðum í breskum borgum, það er auðvelt að nálgast þá og er, eða var í það minnsta, auðvelt að ganga með þá án þess að það vekji grunsemdir,“ sagði Franks í samtali við New York Times. Kevin Featherstone, prófessor í stjórnmálafræði við London School of Economics, telur þó að ástæðan sé önnur og táknrænni.„Sá sem fær þetta yfir sig lítur fáranlega út og missir hluta af áru sinni sem stjórnmálamaður. Árásarmaðurinn er að segja: Þú talar ekki fyrir mig, þú ert myrka hlið stjórnmálanna.“Líkt og fyrr segir hefur breska lögreglan ekki farið varhluta af þessu og því má búast við að hún verði á sérstöku varðbergi gagnvart mjólkurhristingum í aðdraganda kosninganna. Beiðni um að McDonalds selji ekki mjólkurhristina er Farage heimsækir Glasgow um helgina er liður í því.
Bretland Kosningar í Bretlandi Tengdar fréttir Farage ataður mjólkurhristingi í Newcastle Mjólkurhristingsárásir á frambjóðendur yst á hægri jaðrinum í Evrópuþingskosningum á Bretlandi undanfarið. 20. maí 2019 14:54 Árásarmaður Farage ákærður fyrir líkamsárás Mjólkurhristingi var kastað yfir leiðtoga Brexit-flokksins í Newcastle á Englandi í gær. 21. maí 2019 10:46 Blússandi sigling á Farage Allt útlit er fyrir að hinn háværi íhaldsmaður og Brexit-sinni Nigel Farage muni standa uppi sem sigurvegari Evrópuþingskosninganna sem fara fram í Bretlandi þann 23. maí. 11. maí 2019 07:30 Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Sjá meira
Farage ataður mjólkurhristingi í Newcastle Mjólkurhristingsárásir á frambjóðendur yst á hægri jaðrinum í Evrópuþingskosningum á Bretlandi undanfarið. 20. maí 2019 14:54
Árásarmaður Farage ákærður fyrir líkamsárás Mjólkurhristingi var kastað yfir leiðtoga Brexit-flokksins í Newcastle á Englandi í gær. 21. maí 2019 10:46
Blússandi sigling á Farage Allt útlit er fyrir að hinn háværi íhaldsmaður og Brexit-sinni Nigel Farage muni standa uppi sem sigurvegari Evrópuþingskosninganna sem fara fram í Bretlandi þann 23. maí. 11. maí 2019 07:30