Erlent

Árásarmaður Farage ákærður fyrir líkamsárás

Kjartan Kjartansson skrifar
Farage var útataður mjólkurhristingi eftir atlöguna.
Farage var útataður mjólkurhristingi eftir atlöguna. AP/Tom Wilkinson
Þrjátíu og tveggja ára gamall karlmaður sem hellti mjólkurhristingi yfir Nigel Farage, leiðtoga Brexit-flokksins, í Newcastle í gær hefur verið ákærður fyrir líkamsárás og að valda tjóni. Maðurinn verður leiddur fyrir dómara í dag, að sögn Reuters-fréttastofunnar.

Atvikið átti sér stað í miðborg Newcastle á Norður-Englandi þar sem Farage tók þátt í kosningabaráttu fyrir Evrópuþingskosningar sem fara fram í vikunni. Hann leiðir Brexit-flokkinn sem útlit er fyrir að fái flest atkvæði á Bretlandi.

Fleiri áberandi leiðtogar ystra hægris breskra stjórnmála hafa einnig orðið fyrir mjólkurhristingsárásum sem þessari undanfarnar vikur. Það varð lögreglunni í Edinborg tilefni til að biðja stjórnendur McDonald‘s-veitingastaðar um að selja ekki mjólkurhristing þegar Farage hélt viðburð þar nærri í síðustu viku.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×