Íslenski boltinn

Gary Martin ekki enn mættur til æfinga hjá Val

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Gary Martin getur ekki farið frá Val fyrr en 1. júlí.
Gary Martin getur ekki farið frá Val fyrr en 1. júlí. vísir/daníel þór

Gary Martin, framherji Vals í Pepsi Max-deild karla í fótbolta, er ekki enn mættur til æfinga hjá liðinu, samkvæmt heimildum Vísis, en honum hefur verið haldið frá æfingum Valsmanna í tæpa viku.

Hann hefur ekki verið í leikmannahópnum í síðustu tveimur leikjum, á móti Fylki sem vannst í Árbænum og svo tapleiknum gegn FH í Kaplakrika á mánudagskvöldið. Valur er í níunda sæti með fjögur stig eftir fimm umferðir.

Upphaf málsins er það, að Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, gaf það út að hann vildi losna við Gary þar sem að hann hentaði ekki leikstíl Valsliðsins, að sögn Ólafs.

Enski framherjinn skoraði tvö mörk í fyrstu þremur leikjum Vals í Pepsi Max-deildinni en hefur nú ekki tekið þátt í síðustu tveimur leikjum og æfir ekki með liðinu.

Gary Martin er samningsbundinn Vals út tímabilið 2021 en svo virðist vera sem að hann eigi ekki afturkvæmt í Valsliðið. Félagaskiptaglugginn verður opnaður 1. júlí og sitja Valsmenn upp með Gary að minnsta kosti þangað til.


Tengdar fréttir

Óli Jó neitaði að ræða Gary Martin eftir leik

Ólafur Jóhannesson þjálfari Vals var sáttur með sigur sinna manna gegn Fylki í kvöld. Óli tók það fram fyrir viðtal að hann vildi aðeins spurningar um leikinn í kvöld og vildi engar spurningar út í mál Gary Martin sem hefur vakið mikla athygli undanfarna daga.

Börkur: Höfum ekki verið að vinna í því að selja Martin

Forráðamenn Vals halda þétt að sér spilunum í dag og tjá sig ekki mikið um framtíð framherjans Gary Martin. Ólafur Jóhannesson þjálfari vildi ekkert segja við Vísi í morgun og ekki fékkst mikið meira upp úr formanni knattspyrnudeildar, Berki Edvardssyni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.