Íslenski boltinn

Pepsi Max-mörkin: Óli Jóh ritstýrir ekki okkar miðli

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Ólafur leggur línurnar fyrir starfsmann íþróttadeildar.
Ólafur leggur línurnar fyrir starfsmann íþróttadeildar.
Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, reyndi að hafa óeðlileg afskipti af viðtölum eftir leik Fylkis og Vals í gær og strákunum í Pepsi Max-mörkunum var ekki skemmt.Ólafur sagði við blaðamann íþróttadeildar fyrir sitt viðtal að hann myndi aðeins ræða leikinn og það mætti ekki spyrja hann um neitt annað. Ástæðan fyrir þessu er sú að hann vill ekki tala um vandræðaganginn í kringum Gary Martin síðustu daga.Er Hannes Þór Halldórsson, markvörður Vals, var að gera sig kláran í viðtal mætti Ólafur aftur upp á dekk til þess að skipta sér af.„Við skulum hafa eitt algjörlega á hreinu. Það er ekki Ólafs Jóhannessonar að ritstýra okkar miðli. Við megum bera fram spurningar en það er síðan algjörlega undir viðmælandanum komið hvort hann svari þeim,“ segir Hörður Magnússon, umsjónarmaður Pepsi Max-markanna, ósáttur.„Það er algjörlega ljóst að menn setja engar línur um hvað við spyrjum.“Sjá má þessa uppákomu og umræðu um Valsmenn hér að neðan.


Tengdar fréttir

Börkur: Höfum ekki verið að vinna í því að selja Martin

Forráðamenn Vals halda þétt að sér spilunum í dag og tjá sig ekki mikið um framtíð framherjans Gary Martin. Ólafur Jóhannesson þjálfari vildi ekkert segja við Vísi í morgun og ekki fékkst mikið meira upp úr formanni knattspyrnudeildar, Berki Edvardssyni.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.