Mannfall í óeirðum eftir kosningarnar í Indónesíu Kjartan Kjartansson skrifar 22. maí 2019 12:07 Mótmæli og óeirðir brutust út í Jakarta eftir að tilkynnt var um endanleg úrslit forsetakosninganna. Vísir/EPA Sex manns féllu í átökum lögreglu og mótmælenda í Jakarta, höfuðborg Indónesíu í nótt. Óeirðir brutust út eftir að yfirkjörstjórn landsins staðfesti að Joko Widodo forseti hefði tryggt sér endurkjör í kosningum sem fóru fram í síðasta mánuði. Mannfjöldi kom saman í Jakarta til mótmæla. Reuters-fréttastofan segir að sumir í hópnum hafi verið vopnaðir staurum og hafi borið tannkrem á sig í kringum augum til að verjast áhrifum táragass. Mótmælin hafi í fyrstu verið friðsamleg en hiti hafi færst í leikinn þegar rökkvaði. Lögreglumenn hafi meðal annars skotið táragasi á mótmælendur. Auk þeirra sex sem létust særðust tvö hundruð manns til viðbótar, að sögn Anies Baswedan, ríkisstjóra Jakarta. Widodo forseti hefur boðað harðar aðgerðir gegn hvatamönnum óeirðanna. Lögreglan hefur handtekið um hundrað manns sem grunaðir eru um að hafa hleypt mótmælunum upp. Yfirvöld halda því fram að reiðufé hafi fundist á mótmælendum og gefa þau í skyn að þeim hafi verið greitt fyrir að mótmæla. Prabowo Subiatno, mótframbjóðandi Widodo og fyrrverandi hershöfðingi, hefur neitað að viðurkenna ósigur þrátt fyrir úrskurð yfirkjörstjórnarinnar. Hann hefur hvatt til friðsamlegra mótmæla en sjálfur ætlar að hann skjóta úrslitum kosninganna til stjórnlagadómstóls Indónesíu. Yfirkjörstjórn segir að Widodo hafi hlotið 55,5% atkvæða gegn 44,5% Prawobo. Sá síðarnefndi fullyrðir að meiriháttar kosningasvik og óregla hafi einkennt kosningarnar. Prawobo bauð sig einnig fram til forseta árið 2014 gegn Widodo og kærði úrslitin einnig til dómstóla þá. Kosningaeftirlitsmenn hafa sagt að kosningarnar 17. apríl hafi verið frjálsar og sanngjarnar. Kosningarnar í Indónesíu eru afar umfangsmiklar og reyndu þeir verulega á starfsmenn kjörstjórnar. Talið er að á þriðja hundrað þeirra hafi látið lífið vegna ofreynslu í kringum þær. Indónesía Tengdar fréttir Á þriðja hundrað látin við talningu atkvæða Mikið álag er á starfsfólki kjörstjórnar í allsherjarkosningum í Indónesíu. 28. apríl 2019 15:25 Kosningastarfsfólk deyr í hundraðatali Rúmlega 270 starfsmenn indónesísku þing- og forsetakosninganna hafa látist úr ofreynslutengdum sjúkdómum. 29. apríl 2019 06:00 Vilja færa höfuðborgina frá Djakarta Áætlanir eru uppi um að færa höfuðborg Indónesíu frá Djakarta. Þetta er haft eftir ráðherra skipulagsmála sem segir að verðandi forseti landsins, Joko Widodo, hafi tekið þessa mikilvægu ákvörðun. 30. apríl 2019 08:00 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Sjá meira
Sex manns féllu í átökum lögreglu og mótmælenda í Jakarta, höfuðborg Indónesíu í nótt. Óeirðir brutust út eftir að yfirkjörstjórn landsins staðfesti að Joko Widodo forseti hefði tryggt sér endurkjör í kosningum sem fóru fram í síðasta mánuði. Mannfjöldi kom saman í Jakarta til mótmæla. Reuters-fréttastofan segir að sumir í hópnum hafi verið vopnaðir staurum og hafi borið tannkrem á sig í kringum augum til að verjast áhrifum táragass. Mótmælin hafi í fyrstu verið friðsamleg en hiti hafi færst í leikinn þegar rökkvaði. Lögreglumenn hafi meðal annars skotið táragasi á mótmælendur. Auk þeirra sex sem létust særðust tvö hundruð manns til viðbótar, að sögn Anies Baswedan, ríkisstjóra Jakarta. Widodo forseti hefur boðað harðar aðgerðir gegn hvatamönnum óeirðanna. Lögreglan hefur handtekið um hundrað manns sem grunaðir eru um að hafa hleypt mótmælunum upp. Yfirvöld halda því fram að reiðufé hafi fundist á mótmælendum og gefa þau í skyn að þeim hafi verið greitt fyrir að mótmæla. Prabowo Subiatno, mótframbjóðandi Widodo og fyrrverandi hershöfðingi, hefur neitað að viðurkenna ósigur þrátt fyrir úrskurð yfirkjörstjórnarinnar. Hann hefur hvatt til friðsamlegra mótmæla en sjálfur ætlar að hann skjóta úrslitum kosninganna til stjórnlagadómstóls Indónesíu. Yfirkjörstjórn segir að Widodo hafi hlotið 55,5% atkvæða gegn 44,5% Prawobo. Sá síðarnefndi fullyrðir að meiriháttar kosningasvik og óregla hafi einkennt kosningarnar. Prawobo bauð sig einnig fram til forseta árið 2014 gegn Widodo og kærði úrslitin einnig til dómstóla þá. Kosningaeftirlitsmenn hafa sagt að kosningarnar 17. apríl hafi verið frjálsar og sanngjarnar. Kosningarnar í Indónesíu eru afar umfangsmiklar og reyndu þeir verulega á starfsmenn kjörstjórnar. Talið er að á þriðja hundrað þeirra hafi látið lífið vegna ofreynslu í kringum þær.
Indónesía Tengdar fréttir Á þriðja hundrað látin við talningu atkvæða Mikið álag er á starfsfólki kjörstjórnar í allsherjarkosningum í Indónesíu. 28. apríl 2019 15:25 Kosningastarfsfólk deyr í hundraðatali Rúmlega 270 starfsmenn indónesísku þing- og forsetakosninganna hafa látist úr ofreynslutengdum sjúkdómum. 29. apríl 2019 06:00 Vilja færa höfuðborgina frá Djakarta Áætlanir eru uppi um að færa höfuðborg Indónesíu frá Djakarta. Þetta er haft eftir ráðherra skipulagsmála sem segir að verðandi forseti landsins, Joko Widodo, hafi tekið þessa mikilvægu ákvörðun. 30. apríl 2019 08:00 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Sjá meira
Á þriðja hundrað látin við talningu atkvæða Mikið álag er á starfsfólki kjörstjórnar í allsherjarkosningum í Indónesíu. 28. apríl 2019 15:25
Kosningastarfsfólk deyr í hundraðatali Rúmlega 270 starfsmenn indónesísku þing- og forsetakosninganna hafa látist úr ofreynslutengdum sjúkdómum. 29. apríl 2019 06:00
Vilja færa höfuðborgina frá Djakarta Áætlanir eru uppi um að færa höfuðborg Indónesíu frá Djakarta. Þetta er haft eftir ráðherra skipulagsmála sem segir að verðandi forseti landsins, Joko Widodo, hafi tekið þessa mikilvægu ákvörðun. 30. apríl 2019 08:00