Mannfall í óeirðum eftir kosningarnar í Indónesíu Kjartan Kjartansson skrifar 22. maí 2019 12:07 Mótmæli og óeirðir brutust út í Jakarta eftir að tilkynnt var um endanleg úrslit forsetakosninganna. Vísir/EPA Sex manns féllu í átökum lögreglu og mótmælenda í Jakarta, höfuðborg Indónesíu í nótt. Óeirðir brutust út eftir að yfirkjörstjórn landsins staðfesti að Joko Widodo forseti hefði tryggt sér endurkjör í kosningum sem fóru fram í síðasta mánuði. Mannfjöldi kom saman í Jakarta til mótmæla. Reuters-fréttastofan segir að sumir í hópnum hafi verið vopnaðir staurum og hafi borið tannkrem á sig í kringum augum til að verjast áhrifum táragass. Mótmælin hafi í fyrstu verið friðsamleg en hiti hafi færst í leikinn þegar rökkvaði. Lögreglumenn hafi meðal annars skotið táragasi á mótmælendur. Auk þeirra sex sem létust særðust tvö hundruð manns til viðbótar, að sögn Anies Baswedan, ríkisstjóra Jakarta. Widodo forseti hefur boðað harðar aðgerðir gegn hvatamönnum óeirðanna. Lögreglan hefur handtekið um hundrað manns sem grunaðir eru um að hafa hleypt mótmælunum upp. Yfirvöld halda því fram að reiðufé hafi fundist á mótmælendum og gefa þau í skyn að þeim hafi verið greitt fyrir að mótmæla. Prabowo Subiatno, mótframbjóðandi Widodo og fyrrverandi hershöfðingi, hefur neitað að viðurkenna ósigur þrátt fyrir úrskurð yfirkjörstjórnarinnar. Hann hefur hvatt til friðsamlegra mótmæla en sjálfur ætlar að hann skjóta úrslitum kosninganna til stjórnlagadómstóls Indónesíu. Yfirkjörstjórn segir að Widodo hafi hlotið 55,5% atkvæða gegn 44,5% Prawobo. Sá síðarnefndi fullyrðir að meiriháttar kosningasvik og óregla hafi einkennt kosningarnar. Prawobo bauð sig einnig fram til forseta árið 2014 gegn Widodo og kærði úrslitin einnig til dómstóla þá. Kosningaeftirlitsmenn hafa sagt að kosningarnar 17. apríl hafi verið frjálsar og sanngjarnar. Kosningarnar í Indónesíu eru afar umfangsmiklar og reyndu þeir verulega á starfsmenn kjörstjórnar. Talið er að á þriðja hundrað þeirra hafi látið lífið vegna ofreynslu í kringum þær. Indónesía Tengdar fréttir Á þriðja hundrað látin við talningu atkvæða Mikið álag er á starfsfólki kjörstjórnar í allsherjarkosningum í Indónesíu. 28. apríl 2019 15:25 Kosningastarfsfólk deyr í hundraðatali Rúmlega 270 starfsmenn indónesísku þing- og forsetakosninganna hafa látist úr ofreynslutengdum sjúkdómum. 29. apríl 2019 06:00 Vilja færa höfuðborgina frá Djakarta Áætlanir eru uppi um að færa höfuðborg Indónesíu frá Djakarta. Þetta er haft eftir ráðherra skipulagsmála sem segir að verðandi forseti landsins, Joko Widodo, hafi tekið þessa mikilvægu ákvörðun. 30. apríl 2019 08:00 Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Sjá meira
Sex manns féllu í átökum lögreglu og mótmælenda í Jakarta, höfuðborg Indónesíu í nótt. Óeirðir brutust út eftir að yfirkjörstjórn landsins staðfesti að Joko Widodo forseti hefði tryggt sér endurkjör í kosningum sem fóru fram í síðasta mánuði. Mannfjöldi kom saman í Jakarta til mótmæla. Reuters-fréttastofan segir að sumir í hópnum hafi verið vopnaðir staurum og hafi borið tannkrem á sig í kringum augum til að verjast áhrifum táragass. Mótmælin hafi í fyrstu verið friðsamleg en hiti hafi færst í leikinn þegar rökkvaði. Lögreglumenn hafi meðal annars skotið táragasi á mótmælendur. Auk þeirra sex sem létust særðust tvö hundruð manns til viðbótar, að sögn Anies Baswedan, ríkisstjóra Jakarta. Widodo forseti hefur boðað harðar aðgerðir gegn hvatamönnum óeirðanna. Lögreglan hefur handtekið um hundrað manns sem grunaðir eru um að hafa hleypt mótmælunum upp. Yfirvöld halda því fram að reiðufé hafi fundist á mótmælendum og gefa þau í skyn að þeim hafi verið greitt fyrir að mótmæla. Prabowo Subiatno, mótframbjóðandi Widodo og fyrrverandi hershöfðingi, hefur neitað að viðurkenna ósigur þrátt fyrir úrskurð yfirkjörstjórnarinnar. Hann hefur hvatt til friðsamlegra mótmæla en sjálfur ætlar að hann skjóta úrslitum kosninganna til stjórnlagadómstóls Indónesíu. Yfirkjörstjórn segir að Widodo hafi hlotið 55,5% atkvæða gegn 44,5% Prawobo. Sá síðarnefndi fullyrðir að meiriháttar kosningasvik og óregla hafi einkennt kosningarnar. Prawobo bauð sig einnig fram til forseta árið 2014 gegn Widodo og kærði úrslitin einnig til dómstóla þá. Kosningaeftirlitsmenn hafa sagt að kosningarnar 17. apríl hafi verið frjálsar og sanngjarnar. Kosningarnar í Indónesíu eru afar umfangsmiklar og reyndu þeir verulega á starfsmenn kjörstjórnar. Talið er að á þriðja hundrað þeirra hafi látið lífið vegna ofreynslu í kringum þær.
Indónesía Tengdar fréttir Á þriðja hundrað látin við talningu atkvæða Mikið álag er á starfsfólki kjörstjórnar í allsherjarkosningum í Indónesíu. 28. apríl 2019 15:25 Kosningastarfsfólk deyr í hundraðatali Rúmlega 270 starfsmenn indónesísku þing- og forsetakosninganna hafa látist úr ofreynslutengdum sjúkdómum. 29. apríl 2019 06:00 Vilja færa höfuðborgina frá Djakarta Áætlanir eru uppi um að færa höfuðborg Indónesíu frá Djakarta. Þetta er haft eftir ráðherra skipulagsmála sem segir að verðandi forseti landsins, Joko Widodo, hafi tekið þessa mikilvægu ákvörðun. 30. apríl 2019 08:00 Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Sjá meira
Á þriðja hundrað látin við talningu atkvæða Mikið álag er á starfsfólki kjörstjórnar í allsherjarkosningum í Indónesíu. 28. apríl 2019 15:25
Kosningastarfsfólk deyr í hundraðatali Rúmlega 270 starfsmenn indónesísku þing- og forsetakosninganna hafa látist úr ofreynslutengdum sjúkdómum. 29. apríl 2019 06:00
Vilja færa höfuðborgina frá Djakarta Áætlanir eru uppi um að færa höfuðborg Indónesíu frá Djakarta. Þetta er haft eftir ráðherra skipulagsmála sem segir að verðandi forseti landsins, Joko Widodo, hafi tekið þessa mikilvægu ákvörðun. 30. apríl 2019 08:00