Erlent

Vilja færa höfuðborgina frá Djakarta

Sighvatur Arnmundsson skrifar
Bílaumferð í Djakarta, höfuðborg Indónesíu.
Bílaumferð í Djakarta, höfuðborg Indónesíu. Nordicphotos/Getty
Áætlanir eru uppi um að færa höfuðborg Indónesíu frá Djakarta. Þetta er haft eftir ráðherra skipulagsmála sem segir að verðandi forseti landsins, Joko Widodo, hafi tekið þessa mikilvægu ákvörðun.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem slíkar hugmyndir hafa komið upp á yfirborðið en hingað til hefur ekkert orðið úr þeim áformum að færa höfuðborgina.

Meðal þeirra ástæðna sem eru nefndar fyrir flutningi er gríðarleg umferð í Djakarta. Samkvæmt könnun frá 2016 voru mestar umferðartafir í borginni af öllum stórborgum heimsins. Hafa ráðherrar þurft á lögreglufylgd að halda til að komast á fundi í borginni á réttum tíma.

Þar að auki sekkur Djakarta, þar sem íbúar eru fleiri en tíu milljónir, hratt en vísindamenn telja að árið 2050 gætu stórir hlutar borgarinnar verið á kafi. Hálf borgin er í dag undir sjávarmáli.

Samkvæmt frétt BBC voru þrír kostir ræddir á fundi ríkisstjórnar Indónesíu. Í fyrsta lagið að búið yrði til sérstakt svæði fyrir stjórnsýsluna innan borgarinnar. Í öðru lagi að önnur borg yrði gerð að höfuðborg og er ein þeirra borga sem helst koma til greina Palangkaraya á eyjunni Borneó. Þriðji kosturinn er að byggja upp nýja höfuðborg frá grunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×