Enski boltinn

United vill fá Norwich-mann sem yfirmann knattspyrnumála

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Webber tók við starfi yfirmanns knattspyrnumála hjá Norwich fyrir tveimur árum. Hann gæti nú verið á förum til Manchester United.
Webber tók við starfi yfirmanns knattspyrnumála hjá Norwich fyrir tveimur árum. Hann gæti nú verið á förum til Manchester United. vísir/getty
Manchester United vill fá Stuart Webber, yfirmann knattspyrnumála hjá Norwich City, til að gegna sama starfi hjá félaginu samkvæmt enskum fjölmiðlum.

Webber þykir hafa unnið gott starf hjá Norwich sem vann sér sæti í ensku úrvalsdeildinni í vor. Hann var áður yfirmaður knattspyrnumála hjá Huddersfield Town og átti stóran þátt í að liðið komst upp í úrvalsdeildina 2017.

United hefur ekki áður verið með yfirmann knattspyrnumála en það breytist væntanlega í sumar.

Webber er ofarlega á blaði hjá forráðamönnum United en félagið vill fá hann til að styðja við bakið á knattspyrnustjóranum Ole Gunnar Solskjær.

United endaði í 6. sæti ensku úrvalsdeildarinnar, fjórum sætum neðar en á síðasta tímabili.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×