Enski boltinn

„Sánchez minnir á Torres hjá Chelsea“

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sánchez gæti verið á förum frá Manchester United eftir misheppnaða dvöl hjá félaginu.
Sánchez gæti verið á förum frá Manchester United eftir misheppnaða dvöl hjá félaginu. vísir/getty
Andy Cole, fyrrverandi framherji Manchester United og fleiri liða, segir að staða Alexis Sánchez hjá United minni um margt á stöðu Fernandos Torres hjá Chelsea fyrir nokkrum árum.

Sánchez hefur átt erfitt uppdráttar hjá United eftir að hann kom frá Arsenal í ársbyrjun 2018. Sílemaðurinn hefur ekki átt fast sæti í liði United og sögusagnir eru um að hann gæti verið á förum frá félaginu.

Cole líkir stöðunni sem Sánchez er í hjá United við stöðuna sem Torres var í hjá Chelsea. Spánverjinn var einn besti framherji heims er hann lék með Liverpool en náði sér engan veginn á strik með Chelsea sem keypti hann fyrir 50 milljónir punda.

„Sánchez minnir á Torres hjá Chelsea. Þegar hann fór frá Liverpool til Chelsea var hann allt í einu ekki svipur að sjón og allir klóruðu sér í höfðinu yfir því. Þú verður ekki slakur leikmaður á einni nóttu,“ sagði Cole.

Sánchez skoraði aðeins tvö mörk í 27 leikjum með United á tímabilinu. Í heildina hefur hann skorað fimm mörk í 45 leikjum fyrir félagið.


Tengdar fréttir

Fer ekki til Manchester United

Raphael Varane, miðvörður heimsmeistara Frakka, verður áfram hjá Real Madrid á næstu leiktíð þrátt fyrir að mikið hafi verið skrifað um annað í erlendum fjölmiðlum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×