Enski boltinn

Zidane vill Van Dijk rói Ramos á önnur mið

Anton Ingi Leifsson skrifar
Virgil Van Dijk, varnarmaður Liverpool.
Virgil Van Dijk, varnarmaður Liverpool. vísir/getty

Sögusagnir eru um það að Sergio Ramos, fyrirliði og varnarmaður, er sagður vilja róa á önnur mið og er talið að hann gæti yfirgefið Real Madrid í sumar.

Bæði Manchester United og Liverpool hafa verið nefnd sem mögulegur áfangastaður Ramos en ekkert hefur verið gefið út varðandi fyrirliðann.

Marca greinir frá því á vef sínum að fari það svo að Ramos yfirgefi spænska risann þá vilji Zinedine Zidane fá varnarmann Liverpool, Virgin Van Dijk í stað Ramos.

Van Dijk hefur verið stórkostlegur á tímabilinu hjá Liverpool sem mætir Tottenham í úrslitaleik Meistaradeildarinnar um næstu helgi.

Hann var valinn leikmaður ársins í ensku úrvalsdeildinni þar sem Liverpool endaði númer tvö, einu stigi á eftir toppliði Manchester City.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.