Enski boltinn

Zidane vill Van Dijk rói Ramos á önnur mið

Anton Ingi Leifsson skrifar
Virgil Van Dijk, varnarmaður Liverpool.
Virgil Van Dijk, varnarmaður Liverpool. vísir/getty
Sögusagnir eru um það að Sergio Ramos, fyrirliði og varnarmaður, er sagður vilja róa á önnur mið og er talið að hann gæti yfirgefið Real Madrid í sumar.

Bæði Manchester United og Liverpool hafa verið nefnd sem mögulegur áfangastaður Ramos en ekkert hefur verið gefið út varðandi fyrirliðann.

Marca greinir frá því á vef sínum að fari það svo að Ramos yfirgefi spænska risann þá vilji Zinedine Zidane fá varnarmann Liverpool, Virgin Van Dijk í stað Ramos.







Van Dijk hefur verið stórkostlegur á tímabilinu hjá Liverpool sem mætir Tottenham í úrslitaleik Meistaradeildarinnar um næstu helgi.

Hann var valinn leikmaður ársins í ensku úrvalsdeildinni þar sem Liverpool endaði númer tvö, einu stigi á eftir toppliði Manchester City.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×