Íslenski boltinn

Sky Sports segir United úr sögunni hjá De Ligt

Anton Ingi Leifsson skrifar
De Ligt í leik með Ajax.
De Ligt í leik með Ajax. vísir/getty

Matthijs De Ligt, varnarmaður Ajax, mun ekki ganga í raðir Manchester United herma heimildir Sky Sports. United er út úr myndinni hjá Hollendingnum.

Vísir greindi frá því í gær að spænsk útvarpsstöð sagði að De Ligt væri að færast nær Manchester United en United á að hafa boðið honum ansi myndarlegan samning.

Nú greinir Sky Sports frá því að United hafi dregið sig út úr samkeppninni um Hollendinginn sem fór með Ajax alla leið í undanúrslit Meistaradeildarinnar.

Barcelona er nú talinn líklegasti áfangastaðurinn fyrir hollenska miðvörðinn en Frenkie De Jong, samherji hans hjá Ajax, er nú þegar genginn í raðir Börsunga.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.