Erlent

Trump sækir nýjan Japanskeisara heim

Andri Eysteinsson og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa
Tekið var á móti Trump með hátíðlegri viðhöfn.
Tekið var á móti Trump með hátíðlegri viðhöfn. Getty/Pool

Donald Trump Bandaríkjaforseti varð í morgun fyrsti þjóðhöfðingi heims sem hittir nýkrýndan Japanskeisara, Naruhito, í opinberri heimsókn.

Trump er ásamt fylgdarliði í fjögurra daga heimsókn til Japan og tóku keisarinn Naruhito og keisaraynjan Masako á móti forsetanum í Keisarahöllinni í Tokyo. Trump sagði eftir fundinn að honum hefði hlotnast mikill heiður, en Naruhito tók við keisaratigninni í byrjun maí eftir að faðir hans, Akihito sagði af sér embætti.

Akihito var fyrsti Japanskeisarinn sem gerir slíkt í margar aldir í Japan.

Í gær hitti Trump Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans, en samskipti við Bandaríkin eru Japönum afar mikilvæg, viðskiptalega og hernaðarlega. Nú er í smíðum nýr tvíhliða viðskiptasamningur á milli landanna.


Tengdar fréttir

Japanskeisari afsalar sér völdum

Valdaskipti verða í Japan á miðnætti. Þá tekur Naruhito krónprins við keisaraembættinu af öldruðum föður sínum, Akihito.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.