Enski boltinn

Hvernig endar þessi ótrúlega knattspyrnuvika?

Anton Ingi Leifsson skrifar
Guardiola og Klopp.
Guardiola og Klopp. vísir/getty
Ensku úrvalsdeildinni lýkur í dag með umferð númer 38 en barist er um titilinn. Manchester City og Liverpool eiga möguleika á titlinum fyrir lokaumferðina í dag.

Vikan hefur farið stórkostleg í alheimsfótboltanum. Á mánudaginn skoraði Vincent Kompany risa mark í baráttunni um meistaratitilinn er hann skoraði draumamark gegn Leicester.







Því var fylgt eftir á þriðjudeginum með ótrúlegri endurkomu Liverpool gegn Barcelona í Meistaradeildinni og önnur endurkoma var á miðvikudaginn er Tottenham skaut sér í úrslit Meistaradeildarinnar á kostnað Ajax.

Á fimmtudaginn fóru tvö önnur ensk lið í úrslit Evrópukeppni en Chelsea og Arsenal mætast í úrslit Evrópudeildarinnar eftir að Chelsea sló út Eintracht Frankfurt og Arsenal afgreiddi Valencia.

Það er því spurning hvort að knattspyrnuvikan ótrúlega eigi eitthvað eftir og hvort að það verði dramatík í ensku úrvalsdeildinni í dag.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×