Enski boltinn

Þrír deildu markakóngstitlinum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Salah og Mané með gullskóinn.
Salah og Mané með gullskóinn. vísir/getty
Þrír leikmenn skoruðu 22 mörk og deildu markakóngstitlinum í ensku úrvalsdeildinni.

Þetta eru Liverpool-mennirnir Sadio Mané og Mohamed Salah og Arsenal-maðurinn Pierre-Emerick Aubameyang.



Mané skoraði bæði mörk Liverpool í 2-0 sigri liðsins á Wolves í lokaumferð deildarinnar í dag. Liverpool endaði í 2. sæti, stigi á eftir Englandsmeisturum Manchester City.

Salah varð markakóngur ensku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili með 32 mörk.

Aubameyang skoraði tvö mörk þegar Arsenal vann 1-3 sigur á Burnley á Turf Moor í dag. Gabon-maðurinn varð einnig markakóngur þýsku úrvalsdeildarinnar tímabilið 2016-17 þegar hann skoraði 31 mark fyrir Borussia Dortmund.

Sergio Agüero, sem skoraði eitt marka City í 1-4 sigrinum á Brighton, var í 4. sæti markalistans með 21 mark.

Jamie Vardy, leikmaður Leicester City, skoraði 18 mörk og þeir Harry Kane (Tottenham) og Raheem Sterling (Manchester City) 17 mörk hvor.

Eden Hazard, leikmaður Chelsea, lagði upp flest mörk allra í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu, eða 15 talsins. Ryan Fraser, leikmaður Bournemouth, gaf 14 stoðsendingar.


Tengdar fréttir

Mané skoraði tvö í sigri Liverpool

Liverpool bar sigurorð á Wolves á Anfield í dag en það nægði þó ekki til þess að tryggja liðinu enska meistaratitilinn.

Van Dijk valinn sá besti

Hollendingurinn valinn besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar á þessari leiktíð.

Tottenham og Everton skildu jöfn

Gylfi Þór spilaði allan leikinn er Tottenham Hotspur og Everton gerðu 2-2 jafntefli í síðustu umferð ensku úrvalsdeildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×