Mané skoraði tvö í sigri Liverpool

Dagur Lárusson skrifar
Leikmenn Liverpool fagna.
Leikmenn Liverpool fagna. vísir/getty
Liverpool bar sigurorð á Wolves á Anfield í dag en það nægði þó ekki til þess að tryggja liðinu enska meistaratitilinn.

 

Eins og flestir vita var baráttan á milli Liverpool og Manchester City á lokadeginum en City þurfti að vinna sinn leik til þess að verða meistari. Liverpool þurfti að gera slíkt hið sama og vona að Brighton myndi ná að gera a.m.k. jafntefli gegn City.

 

Það var Sadio Mané sem kom Liverpool á bragðið eftir sautján mínútur en það var Tren Alexander-Arnold sem gaf stoðsendinguna, ein af hans mörgum í vetur.

 

Eftir markið virkuðu liðsmenn Liverpool heldur þreyttir, sem er eflaust skiljanlegt, en það hleypti Wolves inn í leikinn og voru liðsmenn Wolves nálægt því að jafna metin áður en flautað var til hálfleiksins en skot Matt Doherty fór í þverslánna.

 

Í seinni hálfleiknum héldu liðsmenn Wolves áfram að ógna og áttu þeir sín færi en Alisson Becker var frábært í marki Liverpool. 

 

Liverpool náði hinsvegar að skora annað mark og var það aftur Sadio Mané sem skoraði en það mark þýddi á þeim tíma að hann var komin með jafn mörg mörk og Mohamed Salah og Pierre Emerick Aubameyang, allir með 22 mörk.

 

Þetta reyndist síðasta mark leiksins og Manchester City því enskur meistari annað árið í röð og Liverpool endar í í öðru sætinu með 97 stig.

 

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira