Aubameyang með tvö í öruggum sigri Arsenal

Dagur Lárusson skrifar
Aubameyang endaði með jafn mörk mörk og Salah og Mané.
Aubameyang endaði með jafn mörk mörk og Salah og Mané. vísir/getty
Pierre Emerick Aubameyang skoraði tvívegis fyrir Arsenal í 3-1 sigri liðsins á Burnley í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar.

 

Arsenal átti heldur góða viku er liðið tryggði sér sæti í úrslitum Evrópudeildarinnar eftir sigur á Valencia á fimmtudaginn.

 

Mikið af lykilmönnum voru hvíldir í dag hjá Arsenal á meðan Burnley var með flesta af sínum lykilmönnum. Jói Berg byrjaði hinsvegar á bekknum.

 

Það var fátt um fína drætti í fyrri hálfleiknum en það var þó heimaliðið sem átti fleiri færi. Engin mörk skoruð þegar flautað var til hálfleiksins.

 

Pierre Emerick Aubameyang var heldur betur í stuði í seinni hálfleiknum en hann vildi svo sannarlega hreppa gullskóinn af Mohamed Salah. 

 

Aubameyang skoraði tvívegis fyrir Arsenal í seinni hálfleiknum en það þýðir að hann endar tímabilið með jafn mörg mörk og Mané og Salah, allir með 22 mörk og því mun sá hreppa gullskóinn sem hefur spilað fæstar mínútur.

 

Ashley Barnes skoraði mark Burnley á 65. mínútu en það var svo ungstirnið Eddie Nketiah sem skoraði síðasta mark leiksins. Arsenal endar í fimmta sæti deildarinnar með 70 stig á meðan Burnley endar í fimmtánda sæti með 40 stig.

 

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira