Aron Einar kvaddi Cardiff með sigri á Old Trafford

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Aron Einar kátur í leikslok.
Aron Einar kátur í leikslok. vísir/getty
Aron Einar Gunnarsson lék sinn síðasta leik fyrir Cardiff City þegar liðið vann 0-2 sigur á Manchester United á Old Trafford í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag. Cardiff féll um síðustu helgi en kvaddi úrvalsdeildina með stæl.

Aron Einar var í byrjunarliði Cardiff en fékk heiðursskiptingu á 58. mínútu. Þá var staðan 0-2.





Aron lék í átta ár með Cardiff en hann kom til félagsins frá Coventry City 2011. Landsliðsfyrirliðinn gengur til liðs við Al Arabi í Katar í sumar.

Nathaniel Mendez-Laing skoraði bæði mörk Cardiff á Old Trafford í dag. Það fyrra kom úr vítaspyrnu á 23. mínútu og það síðara á 54. mínútu.

United vann ekki síðustu fimm leiki sína á tímabilinu og endaði í 6. sæti deildarinnar. Liðið leikur í Evrópudeildinni á næsta tímabili.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira